Viðskipti innlent

Hagvaxtarsprengjan öll

John Hurley, bankastjóri írska seðlabankans, sagði á ráðstefnu bankans um framleiðni og hagvöxt á Írlandi og evrusvæðinu, sem hófst í Dublin í gær, að merki væru um að hagvaxtarsprengingin sem varað hafi í landinu undanfarin ár sé á enda. Sé það hlutverk stjórnvalda að leita leiða til að viðhalda góðum hagvexti á næstu árum.

"Það er nauðsynlegt að skoða þessi mál því vöxtur í framleiðni er mikilvægur liður í bættum lífskjörum fólks," sagði Hurley og lagði áherslu á að stjórnvöld yrðu að leita leiða til að koma í veg fyrir að dragi úr framleiðni svo að hagvöxtur minnki ekki á Írlandi. - jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×