Viðskipti innlent

Æ fleiri fyrirtæki bókfæra í dollurum

Íslenskum fyrirtækjum sem færa bókhald sitt í erlendum gjaldmiðli fer fjölgandi. Þetta kemur fram í Vefriti fjármálaráðuneytisins. Með lagabreytingu sem gerð var árið 2002 var félögum gert kleift að sækja um heimild til að færa bókhald sitt í erlendum gjaldmiðli. Skilyrðin sem þau verða að uppfylla eru að þau séu með megin­starfsemi sína erlendis, þau séu hluti erlendrar samstæðu eða eigi erlent dótturfélag sem þau hafa meginviðskipti við. Ef meginstarfsemin er hér á landi verða félögin að hafa verulegan hluta tekna sinna frá erlendum aðilum. Í dag hafa 130 félög þessa heimild og hefur þeim fjölgað um þrjátíu frá því árið 2004. Algengast er að bandaríkjadollari sé notaður, enda er hann algengasti gjald­miðillinn í alþjóðaviðskiptum. Níu félög sem skráð eru í Kauphöll Íslands nýta sér þennan möguleika. Fimm þeirra nota evru, tvö bandaríkjadal og tvö ensk pund. - hhs





Fleiri fréttir

Sjá meira


×