Viðskipti innlent

Magnús tekur við

Magnús Þorsteinsson
Magnús Þorsteinsson

Magnús Þorsteinsson, starfandi stjórnarformaður Avion Group, tekur við stjórnarformennsku í Excel Airways Group af Eamonn Mullaney, fyrrum stjórnarformanni og eins af stofnendum breska leiguflugfélagsins Excel Airways, sem er tíunda stærsta leiguflugfélag í heimi. Mullaney hefur tilkynnt um starfslok sín sem mun taka gildi í lok október.

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að Excel Airways, sem er dótturfélag Avion Group, hafi verið stofnað árið 1999. Eamonn, sem jafnframt er stjórnarmaður í Avion Group, hætti sem starfandi stjórnarformaður í upphafi árs og hefur síðan verið stjórnarformaður Excel Airways Group. Með þessu stytti hann vinnuviku sína í þrjá daga og undirbjó fyrirhuguð starfslok í lok sumarvertíðar.

Haft er eftir Magnúsi Þorsteinssyni, stjórnarformanni Avion Group, að félagið óski Eamonn alls hins besta í framtíðinni. Eigi hann að baki gjöfula og langa starfsævi í flugiðnaðinum.

Eamonn hefur frá upphafi stýrt hröðum og miklum vexti Excel Airways og átti mikinn þátt í uppbyggingu félagsins. Fyrirtækið kveður Eamonn með þakklæti og óskar honum alls hins besta, segir Magnús í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×