Viðskipti innlent

Flugstöðin stækkar

Utanríkisráðherra klippir á borða Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Gísli Guðmundsson, formaður stjórnar FLE, opna formlega nýju aðstöðuna. Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri FLE, fylgist með.
Utanríkisráðherra klippir á borða Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Gísli Guðmundsson, formaður stjórnar FLE, opna formlega nýju aðstöðuna. Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri FLE, fylgist með.

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra tók í gær formlega í notkun nýja þriðju hæð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Heildarstærð hæðarinnar er rúmlega 4.100 fermetrar en þar af eru um 3.500 fermetrar af nýju skrifstofuhúsnæði og starfsmannaaðstöðu. Breyting og innrétting á 3. hæð flugstöðvarinnar er liður í umfangsmiklum framkvæmdum um framtíðarþróun mannvirkja Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. sem hófust árið 2003 og sem gert er ráð fyrir að ljúki árið 2007.

Í ávarpi sem Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., hélt við opnunina kom meðal annars fram að norðurbygging flugstöðvarinnar var alls um 22.000 fermetrar þegar framkvæmdir hófust árið 2003 en hún mun stækka alls um 16.500 fermetra og verður um 38.500 fermetrar að framkvæmdum loknum vorið 2007. Að auki er og verður unnið að breytingum og endurbótum af ýmsu tagi á alls 13.000 fermetrum á fyrstu, annarri og þriðju hæð norðurbyggingar á árunum 2003 til 2007. Eftir þessar breytingar og stækkun verður heildarstærð flugstöðvarinnar um 55.000 fermetrar.

Heildarkostnaður við breytingar á 3. hæð flugstöðvarinnar er með innréttingum rúmlega 700 milljónir króna en áætlað er að heildarkostnaður við stækkun og breytingar á flugstöðinni frá árinu 2003 til 2007 nemi hátt í 7 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×