Viðskipti innlent

Ríkisinngrip í dagblaðastríð

Fyrirhugað samstarf 365 Scandinavia og Post Danmark um dreifingu á fríblaðinu Nyheds­avisen er misnotkun á fyrirtæki í ríkiseigu, að mati danska Sósíaldemókrataflokksins. Post Danmark er að 75 prósenta hlut í eigu danska ríkisins.

Danska samkeppniseftirlitið hefur gefið samstarfi fyrirtækjanna bráðabirgðasamþykki Það gefur augaleið að samstarf Post Danmark við einungis eitt hinna nýju fríblaða gefur því blaði ósanngjarnt forskot, sagði Mogens Jensen, þingmaður Sósíaldemókrata.

Stjórnendur Nyhedsavisen vísa allri gagnrýni á bug og benda á að dreifing blaðsins verði í höndum sjálfstæðs fyrirtækis, sem verði að fjörutíu og níu prósenta hlut í eigu Post Danmark. 365 Scandinavia ráði afgangnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×