Viðskipti innlent

Mikið af ruslpósti

setið við tölvuna Aðeins um fjögur prósent af öllum tölvupósti er ekki ruslpóstur, villuboð eða vírusar.
setið við tölvuna Aðeins um fjögur prósent af öllum tölvupósti er ekki ruslpóstur, villuboð eða vírusar.

Allt að 95 prósent allra tölvuskeyta er ruslpóstur, villuboð og vírusar en aðeins tæp 4 prósent allra skeyta innihalda eitthvað gagnlegt. Þetta er niðurstaða könnunar breska netfyrirtækisins Return Path.

Í könnuninni kemur fram að langstærstur hluti veirutölvuskeyta eru áframsend skeyti sem veirur eða tölvuormar stela úr tölvum netverja og senda áfram í aðrar tölvur. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins nappa veirurnar netföngum frá allt að 20 milljón tölvum til að senda ruslapóstinn áfram.

Sérfræðingar kenna aukinni notkun sítenginga á háhraðaneti um magn ruslpóstsins. Því sé nauðsynlegt að hafa öflugar vírusvarnir og uppfæra þær reglulega.

Vírusbanafyrirtækið Sophos birti á dögunum lista yfir þau lönd þar sem ruslpóstsendingar eiga upptök sín. Í 23,2 prósentum tilvika hófst ferð ruslpósts um netið í Bandaríkjunum en það er hæsta gildið. Í öðru sæti var ruslpóstur frá Kína, sem var um fimmtungur. Þá hófu 7,5 prósent ruslpóstsins ferð sína um netið frá Suður-Kóreu, 5,2 prósent frá Frakklandi og 4,8 prósent frá Spáni. 1,8 prósent ruslpóstsins var upprunninn í Bretlandi og lenti landið í 10. sæti, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×