Viðskipti innlent

Fjöldi farþega FlyMe þrefaldast

FlyMe flutti þrefalt fleiri farþega í júlí en í sama mánuði í fyrra. Alls ferðuðust um 64 þúsund farþegar með félaginu í síðasta mánuði samanborið við sautján þúsund manns í júlí 2005.

Aukningin kemur til vegna fjölgunar á nýjum áfangastöðum utan Svíþjóðar en tólf nýjar flugleiðir hafa bæst við síðan í fyrra.

Fredrik Skanselid, forstjóri sænska lággjaldaflugfélagsins, er ánægður með að sætanýting er komin yfir 70 prósent á erlendu flugi en sætanýting fyrir öll flug er rúm 69 prósent. Þetta er tólf prósentustiga aukning á milli ára.

FlyMe tapaði um 630 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi. Á næstunni verður lagt til við hluthafafund að hlutafé verði aukið um þrettán milljarða króna til þess að standa undir kaupum á öðrum lággjaldaflugfélögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×