Viðskipti innlent

Hagnast um 280 milljarða frá lokum einkavæðingar

Frá árinu 2003, er einkavæðingu ríkisbankanna lauk og hlutabréfaverð tók að rísa hratt hér á landi, hafa viðskiptabankarnir þrír og Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hagnast alls um 280 milljarða króna.

Afkoman hefur farið síhækkandi með hverju árinu og met slegin nær undantekningalaust á milli ársfjórðunga þar til á öðrum ársfjórðungi í ár að afkoma félaganna dróst saman um helming samanborið við fyrsta ársfjórðung.

Allt árið í fyrra högnuðust fjármálafyrirtækin fjögur um tæpa 120 milljarða króna eftir skatta en það sem af er þessu ári nemur heildarhagnaður félaganna yfir 91 milljarði króna og verður því að telja sennnilegt að gamla metið falli í ár nema áföll dynji yfir á seinni hluta ársins.

Árið 2003 skiluðu fjármálafyrirtækin fjögur yfir tuttugu milljarða hagnaði sem er það sama og Glitnir og Landsbankinn skiluðu hvor um sig á fyrri hluta ársins. KB banki og Straumur högnuðust á fyrsta ársfjórðungi 2006 vel yfir nítján milljarða króna, eða tæpum einum milljarði minna en sem nam öllum hagnaði fjármálafyrirtækjanna árið 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×