Viðskipti innlent

Egla tapar 892 milljónum

Eignarhaldsfélagið Egla tapaði 892,4 milljónum króna á fyrri helmingi árs. Egla er að langstærstum hluta í eigu félaga tengdum Ólafi Ólafssyni, stjórnarformanni Samskipa.

Stærsta eign Eglu er 10,82 prósenta hlutur í KB banka og ræðst afkoma félagsins því að verulegu leyti af gengi bréfa í KB banka. 354 milljóna króna tap má rekja beint til gengislækkunar bréfa Eglu í KB banka. Markaðsverð hlutar Eglu í KB banka er nú tæpir 51 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×