Viðskipti innlent

Flutt inn fyrir 35,7 milljarða króna

Kárahnjúkavirkjun Kárahnjúkar Austurland  framkvæmdir iðnaður erlent vinnuafl byggingar virkjun göng Kárahnjúkur stífla vinnuvélar portúgalir Kínverjar
Kárahnjúkavirkjun Kárahnjúkar Austurland framkvæmdir iðnaður erlent vinnuafl byggingar virkjun göng Kárahnjúkur stífla vinnuvélar portúgalir Kínverjar

Vöruinnflutningur í maí var 35,7 milljarða króna virði samkvæmt bráðabirgðatölum fjármálaráðuneytisins um innheimtu virðisaukaskatts. Tólf mánaða aukning innflutnings, að skipum og flugvélum undanskildum, nam rúmum 23 prósentum.

Fram kemur í Vefriti fjármálaráðuneytisins að helstu drifkraftar innflutnings hafi sem fyrr verið innfluttar hrá- og rekstrar­vörur ásamt fjárfestingarvörum. Aukningu í þeim flokkum megi að mestu rekja til stóriðjuframkvæmda.

Þá hafi nokkur aukning orðið í innflutningi á neysluvörum milli mánaða. Hins vegar hafi hægst á innflutningi bifreiða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×