Viðskipti innlent

Lausafé ekki vandinn

Matsfyrirtækið Credit Sights hefur sent frá sér skýrslu byggða á gögnum sem KB banki og Landsbanki Íslands sendu frá sér til að sýna fram á góða lausafjárstöðu sína, að áhætta þeirra gagnvart íslensku efnahagslífi sé lítil og gjaldmiðlaáhætta takmörkuð.

Segir fyrirtækið fjármögnun helsta Akkilesarhæl íslensku bankanna og að tvær hættur séu í stöðunni. Annars vegar hafi markaðurinn raskast svo rækilega að hann muni ekki vilja kaupa skuldabréf þeirra og hins vegar að kostnaður bankans af fjármögnun muni hækka.

Í skýrslunni er tekið fram að engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af lausafjárstöðu bankanna. Það sem hins vegar sé hugsanlegt áhyggjuefni er að bankarnir þurfi að fullvissa markaðinn um það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×