Viðskipti innlent

Sjávarútvegurinn vanmetinn

Landað úr smábáti. Framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu er talið vanmetið.
Landað úr smábáti. Framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu er talið vanmetið.

Framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu er mun meira en þjóðhagsreikningar gefa til kynna og er þýðing hans fyrir íslenskt hagkerfi vanmetið í opinberum gögnum.

Þetta kemur fram í grein þeirra Ragnars Árnasonar, prófessors í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, og Sveins Agnarssonar, fræðimanns við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, í nýjasta hefti Fjármálatíðinda, sem kom út á mánudag.



Í greininni kemur fram að á fimmta áratug síðustu aldar hafi útflutningstekjur af sjávarútvegi numið 95 prósentum af útflutningi landsmanna. Við lok aldarinnar hafi hluturinn verið kominn í 60 prósent en láti nærri að 10. hver landsmaður hafi unnið við sjávarútveg. Leiða þeir líkum að því í niðurstöðum sínum að sjávarútvegurinn sé ennþá grunn­atvinnuvegur á Íslandi.

Er þeim ekki kunnugt um að sömu aðferð hafi verið beitt áður í þessu skyni við könnun á öðrum greinum og mæla til þess að henni sé beitt til að kanna hvort fleiri atvinnugreinar fylli flokk grunnatvinnuvega hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×