Viðskipti innlent

Sala á osti eykst

Osta- og smjörsalan hagnaðist um 6,4 milljónir króna á árinu 2005. Hagnaðurinn árið á undan var 94 milljónir en innifalinn í því var 49 milljóna króna hagnaður af sölu Íslensks markaðar. Sala á ostum og viðbiti jókst töluvert árið 2005.

Á aðalfundi félagsins var kosið í nýja stjórn Osta- og smjörsölunnar, sem er sameignarfélag MS, KS, Norðurmjólkur og Mjólkursamlagsins á Ísafirði. Í stjórninni eru Þórólfur Gíslason formaður, Birgir Guðmundsson varaformaður, Helgi Jóhannes­son, Erlingur Teitsson og Guðbrandur Sigurðsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×