Viðskipti innlent

Krefst 940 milljóna auk dráttarvaxta

Eigendum Vogunar stefnt. Atorka Group krefst þess að Kristján Loftsson og öðrum eigendum Vogunar verði gert að kaupa hlutabréf Atorku í Hampiðjunni fyrir 940 milljónir króna.
Eigendum Vogunar stefnt. Atorka Group krefst þess að Kristján Loftsson og öðrum eigendum Vogunar verði gert að kaupa hlutabréf Atorku í Hampiðjunni fyrir 940 milljónir króna.

Atorka Group, næststærsti hluthafinn í Hampiðjunni, telur að stærsti hluthafinn, Eignarhaldsfélagið Vogun, hafi gerst yfirtökuskyldur í Hampiðjunni og hefur stefnt Vogun.

Krefst Atorka þess að Vogun kaupi 21,85 prósenta hlut félagsins í Hampiðjunni á genginu 8,6 auk dráttarvaxta. Eignarhluturinn er því metinn á 940 milljónir króna.

Er það mat Atorku að Vogun hafi gerst yfirtökuskylt í Hampiðjunni vegna viðskipta sem áttu sér stað í nóvember þegar Vogun og tengdir aðilar fóru samanlagt yfir 45 prósenta eignarhlut. Yfirtökunefnd taldi í áliti sínu þann 5. desember að Vogun væri skylt að gera yfirtökutilboð en ákvað að aðhafast ekkert þegar eigendur Venusar, sem er þriðji stærsti hluthafinn í Hampiðjunni og í eigu sömu manna og eiga Vogun, brugðust við álitinu með því að selja tæpt prósent.

Í skráningarlýsingu frá Atorku Group kemur fram að lögfræðingar félagsins reikni með að endanleg niðurstaða liggi fyrir eftir tólf til átján mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×