Lækkun neysluverðsvísitölu valdi ekki straumhvörfum 11. nóvember 2005 12:30 MYND/Vilhelm Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar segja að fréttir um lækkun neysluvísitölu og hjöðnun verðbólgu hafi ekki komið þeim í opna skjöldu og valdi engum straumhvörfum í viðræðum við atvinnurekendur, sem aftur á móti hafa hampað þessum tíðindum sem nýjum og óvæntum. Það er þó enginn afturkippur í viðræðunum og svonefnd forsendunefnd Samtaka atvinnulífsisins og ASÍ kemur saman til fundar eftir hádegi og er búist við fundahölfum alla helgina og reyndar fram á þriðjudag, en þá er frestur nefndarinnar til að ná lendingu runninn út. Eftir því sem næst verður komist er ekkert farið að ræða um krónur og aura, enn sem komið er. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar um jafn trygga lífeyrissjóði og opinberir starfsmenn hafa snúa að stjórnvöldum en annað stórt mál, sem er launatengdar atvinnuleysisbætur, snúa að vinnuveitendum. Hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar eru þær að fyrsta hálfa mánuðinn sem einhver verður atvinnulaus þiggi hann grundvallarbætur, sem eru 91 þúsund á mánuði, enda fá flestir nýja vinnu innan hálfs mánaðar. Reyndar er krafa um að hækka upphæðina strax í hundrað þúsund. Ef það dregst hinsvegar á langinn að maður fái nýja vinnu vill verkalýsðhreyfingin að hann fái 80 prósent af þeim launum, sem hann var á, í þrjá og hálfan mánuð, en falli að því búnu aftur niður í grundvallarbæturnar. Þó verði sett 250 þúsund króna þak á viðmiðunartöluna. Ef þetta gengi eftir þýddi það að maður, sem hafði 250 þúsund í laun, fengi 200 þúsund krónur í atvinnuleysisbætur í þrjá og hálfan mánuð í stað 91 þúsund króna á mánuði. Að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, er þetta afar mikilvægt því reynslan sýni að menn þoli í afar stuttan tíma að búa við stórskert laun. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Sjá meira
Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar segja að fréttir um lækkun neysluvísitölu og hjöðnun verðbólgu hafi ekki komið þeim í opna skjöldu og valdi engum straumhvörfum í viðræðum við atvinnurekendur, sem aftur á móti hafa hampað þessum tíðindum sem nýjum og óvæntum. Það er þó enginn afturkippur í viðræðunum og svonefnd forsendunefnd Samtaka atvinnulífsisins og ASÍ kemur saman til fundar eftir hádegi og er búist við fundahölfum alla helgina og reyndar fram á þriðjudag, en þá er frestur nefndarinnar til að ná lendingu runninn út. Eftir því sem næst verður komist er ekkert farið að ræða um krónur og aura, enn sem komið er. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar um jafn trygga lífeyrissjóði og opinberir starfsmenn hafa snúa að stjórnvöldum en annað stórt mál, sem er launatengdar atvinnuleysisbætur, snúa að vinnuveitendum. Hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar eru þær að fyrsta hálfa mánuðinn sem einhver verður atvinnulaus þiggi hann grundvallarbætur, sem eru 91 þúsund á mánuði, enda fá flestir nýja vinnu innan hálfs mánaðar. Reyndar er krafa um að hækka upphæðina strax í hundrað þúsund. Ef það dregst hinsvegar á langinn að maður fái nýja vinnu vill verkalýsðhreyfingin að hann fái 80 prósent af þeim launum, sem hann var á, í þrjá og hálfan mánuð, en falli að því búnu aftur niður í grundvallarbæturnar. Þó verði sett 250 þúsund króna þak á viðmiðunartöluna. Ef þetta gengi eftir þýddi það að maður, sem hafði 250 þúsund í laun, fengi 200 þúsund krónur í atvinnuleysisbætur í þrjá og hálfan mánuð í stað 91 þúsund króna á mánuði. Að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, er þetta afar mikilvægt því reynslan sýni að menn þoli í afar stuttan tíma að búa við stórskert laun.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Sjá meira