Tímamótaákvörðun leiðtogafundar 26. september 2005 00:01 Sameinuðu þjóðirnar - Árni Snævarr upplýsingafulltrúi SÞ í Brussel Alheimsleiðtogafundurinn 2005 sem nýlokið er í New York var mörgum vonbrigði þar á meðal íslenskum stjórnvöldum sem lýst höfðu stuðningi við flest ef ekki öll meginsjónarmið í tillögum Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna sem kenndar voru við Aukið frelsi. Í raun lýstu bæði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og Davíð Oddsson, utanríkisráðherra mjög afdráttarlausum stuðningi við tillögurnar í ræðum sínum á fundunum í New York en jafnframt vonbrigðum með að margar tillögur Annans hefðu ekki náð fram að ganga svo sem í mannréttindamálum, öryggismálum, og hryðjuverkum svo eitthvað sé nefnt. Davíð Oddsson ítrekaði einnig með afdráttarlausum hætti stuðning við Þúsaldarmarkmiðin sem samþykkt voru á árþúsundamótafundinum árið 2000. Sú yfirlýsing og Monterrey yfirlýsingin frá 2002 felur í sér að þróuð ríki á borð við Ísland greiði 0,7% af þjóðarframleiðslu til opinberrar þróunaraðstoðar en þetta hlutfall er nú um 0,2% hér á landi En þótt íslenskir ráðamenn hafi ekki dregið dul á vonbrigði sín, hitti Davíð Oddsson naglann á höfuðið í ræðu sinni á Allsherjarþinginu þegar hann tók sérstaklega út atriði sem lítið hefur farið fyrir í fjölmiðlum, samþykkt fundarins um réttinn til að vernda óbreytta borgara: "Öryggisráðinu og öðrum stofnunum hefur með þessari samþykkt verið gefið skýrt umboð – og reyndar skyldað til – að grípa til aðgerða þegar glæpir gegn mannkyninu eru framdir". Ýmsir hafa orðið til þess að benda á í umræðum að loknum leiðtogafundinum að þessi yfirlýsing ein verði til þess að hans verði minnst sem tímamótafundar, þannig kallaði Human Rights Watch samþykktina "sögulega". Ríki heims hafa hingað til verið mjög treg til þess að gefa eftir nokkurn hluta af fullveldi sínu, ekki síst að viðurkenna rétt alþjóðasamfélagsins til að hlutast til um innri mál. Þetta atriði hefur hvað eftir annað verið þrætuepli á undanförnum árum og nægir að nefna Bosníustríðið, Kosovo og Rúanda. Kofi Annan hóf baráttu sína fyrir að rétturinn til að vernda yrði viðurkenndur í alþjóðalögum fyrir fimm árum og nú hefur Sameinuðu Þjóðunum verið veitt formlegt vald til þess að vernda borgara ríkis gegn stjórnvöldum sínum. Ian Williams, benti á í grein í breska blaðinu Guardian á dögunum að 191 ríki, þar á meðal Súdan og Norður-Kórea, hefðu nú viðurkennt þá nýju túlkun á alþjóðalögum að alþjóðasamfélagið hefði rétt til íhlutunar ef innlend yfirvöld vanræktu þá skyldu að vernda borgarana fyrir þjóðarmorði, þjóðernishreinsunum og glæpum gegn mannkyninu: "Þetta er of seint til að bjarga Darfúr, að ekki sé minnst á Rúanda og Kambódíu: en þetta er stórkostleg breyting". Walker bendir á að næst þegar morðin í Darfúr komi til kasta öryggisráðsins muni það ekki duga vinum Súdan-stjórnar þar að vitna til alþjóðalaga um fullveldi ríkja innan sinna landamæra. Það var mörgum vonbrigði að ekki var tekin formleg ákvörðun um stofnun nýs Mannréttindaráðs á Alheimsleiðtogafundinum og margir lausir endar skildir eftir. Kofi Annan benti hins vegar á í ræðu sinni á Allsherjarþinginu að því var gefið skýrt umboð til að gera það. Davíð Oddsson lagði ríka áherslu á í ræðu sinni að rekið yrði smiðshöggið á verkið og komið yrði í veg fyrir að verstu þrjótarnir í mannréttindabrotum gætu átt þar sæti. Kofi Annan hvatti aðildarríkin til þess að styðja af alefli við bakið á Svíanum Jan Eliasson, forseta Allsherjarþingsins en hann mun reyna að koma málinu í höfn á þinginu sem nú stendur yfir. Fyllsta ástæða er til að ætla að hann njóti afdráttarlauss stuðnings íslenskra stjórnvalda. Ánægjulegt er að sjá hve eindregið Ísland styður "réttinn til að vernda" ekki síst með það í huga að Íslendingar eru í framboði til öryggisráðsins þar sem mun reyna á þennan rétt. Vonir standa svo til að Íslendingar hlíti kalli Kofi Annan og styðji af alefli stofnun Mannréttindaráðsins. Ástæða er til að benda á að Ísland kunni að eiga fyllsta erindi til setu í ráðinu því hvað sem segja má um hæfni vopnlausrar smáþjóðar til að fjalla um stríð og frið, getur enginn efast um að á sviði mannréttinda erum við í fremstu röð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar - Árni Snævarr upplýsingafulltrúi SÞ í Brussel Alheimsleiðtogafundurinn 2005 sem nýlokið er í New York var mörgum vonbrigði þar á meðal íslenskum stjórnvöldum sem lýst höfðu stuðningi við flest ef ekki öll meginsjónarmið í tillögum Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna sem kenndar voru við Aukið frelsi. Í raun lýstu bæði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og Davíð Oddsson, utanríkisráðherra mjög afdráttarlausum stuðningi við tillögurnar í ræðum sínum á fundunum í New York en jafnframt vonbrigðum með að margar tillögur Annans hefðu ekki náð fram að ganga svo sem í mannréttindamálum, öryggismálum, og hryðjuverkum svo eitthvað sé nefnt. Davíð Oddsson ítrekaði einnig með afdráttarlausum hætti stuðning við Þúsaldarmarkmiðin sem samþykkt voru á árþúsundamótafundinum árið 2000. Sú yfirlýsing og Monterrey yfirlýsingin frá 2002 felur í sér að þróuð ríki á borð við Ísland greiði 0,7% af þjóðarframleiðslu til opinberrar þróunaraðstoðar en þetta hlutfall er nú um 0,2% hér á landi En þótt íslenskir ráðamenn hafi ekki dregið dul á vonbrigði sín, hitti Davíð Oddsson naglann á höfuðið í ræðu sinni á Allsherjarþinginu þegar hann tók sérstaklega út atriði sem lítið hefur farið fyrir í fjölmiðlum, samþykkt fundarins um réttinn til að vernda óbreytta borgara: "Öryggisráðinu og öðrum stofnunum hefur með þessari samþykkt verið gefið skýrt umboð – og reyndar skyldað til – að grípa til aðgerða þegar glæpir gegn mannkyninu eru framdir". Ýmsir hafa orðið til þess að benda á í umræðum að loknum leiðtogafundinum að þessi yfirlýsing ein verði til þess að hans verði minnst sem tímamótafundar, þannig kallaði Human Rights Watch samþykktina "sögulega". Ríki heims hafa hingað til verið mjög treg til þess að gefa eftir nokkurn hluta af fullveldi sínu, ekki síst að viðurkenna rétt alþjóðasamfélagsins til að hlutast til um innri mál. Þetta atriði hefur hvað eftir annað verið þrætuepli á undanförnum árum og nægir að nefna Bosníustríðið, Kosovo og Rúanda. Kofi Annan hóf baráttu sína fyrir að rétturinn til að vernda yrði viðurkenndur í alþjóðalögum fyrir fimm árum og nú hefur Sameinuðu Þjóðunum verið veitt formlegt vald til þess að vernda borgara ríkis gegn stjórnvöldum sínum. Ian Williams, benti á í grein í breska blaðinu Guardian á dögunum að 191 ríki, þar á meðal Súdan og Norður-Kórea, hefðu nú viðurkennt þá nýju túlkun á alþjóðalögum að alþjóðasamfélagið hefði rétt til íhlutunar ef innlend yfirvöld vanræktu þá skyldu að vernda borgarana fyrir þjóðarmorði, þjóðernishreinsunum og glæpum gegn mannkyninu: "Þetta er of seint til að bjarga Darfúr, að ekki sé minnst á Rúanda og Kambódíu: en þetta er stórkostleg breyting". Walker bendir á að næst þegar morðin í Darfúr komi til kasta öryggisráðsins muni það ekki duga vinum Súdan-stjórnar þar að vitna til alþjóðalaga um fullveldi ríkja innan sinna landamæra. Það var mörgum vonbrigði að ekki var tekin formleg ákvörðun um stofnun nýs Mannréttindaráðs á Alheimsleiðtogafundinum og margir lausir endar skildir eftir. Kofi Annan benti hins vegar á í ræðu sinni á Allsherjarþinginu að því var gefið skýrt umboð til að gera það. Davíð Oddsson lagði ríka áherslu á í ræðu sinni að rekið yrði smiðshöggið á verkið og komið yrði í veg fyrir að verstu þrjótarnir í mannréttindabrotum gætu átt þar sæti. Kofi Annan hvatti aðildarríkin til þess að styðja af alefli við bakið á Svíanum Jan Eliasson, forseta Allsherjarþingsins en hann mun reyna að koma málinu í höfn á þinginu sem nú stendur yfir. Fyllsta ástæða er til að ætla að hann njóti afdráttarlauss stuðnings íslenskra stjórnvalda. Ánægjulegt er að sjá hve eindregið Ísland styður "réttinn til að vernda" ekki síst með það í huga að Íslendingar eru í framboði til öryggisráðsins þar sem mun reyna á þennan rétt. Vonir standa svo til að Íslendingar hlíti kalli Kofi Annan og styðji af alefli stofnun Mannréttindaráðsins. Ástæða er til að benda á að Ísland kunni að eiga fyllsta erindi til setu í ráðinu því hvað sem segja má um hæfni vopnlausrar smáþjóðar til að fjalla um stríð og frið, getur enginn efast um að á sviði mannréttinda erum við í fremstu röð.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun