Heilsuverndarstöðin sett í sölu 5. september 2005 00:01 Gamla heilsuverndarstöðin við Barónsstíg verður væntanlega sett í sölu á næstu tveimur vikum, að sögn Þórhalls Arasonar hjá Fjármálaráðuneytinu. Hann segir að ekki sé búið að verðmeta bygginguna, en það verði gert þannig að menn hafi hugmyndir um hvernig eigi að verðleggja hana. Hún verður seld samkvæmt samningi sem fulltrúar ríkis og borgar gerðu með sér á dögunum. Guðmundur Einarsson forstjóri Heilsugæslunnar telur að meira liggi á að finna nýtt húsnæði undir miðstöð heimahjúkrunar, sem nú er á Grensásvegi. Hún er í leiguhúsnæði, sem hefur verið selt. Nýi eigandinn þarf að nota húsnæðið, þannig að miðstöðin verður að víkja. "Það verður að rýma húsnæðið fyrir næsta vor," segir Guðmundur. "Að auki hefur húsnæðisþörf miðstöðvarinnar aukist í tengslum við samþættingu við félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Við þurfum því heldur stærra húsnæði heldur en það sem starfsemin er í núna." Hann bætir við að miðstöðin þurfi helst að vera staðsett á því svæði þar sem þjónustan er mest austan til í borginni, en þó ekki mikið austur fyrir Elliðaár. Ríkiskaup sem sér um fasteignaviðskipti af þessu tagi hefur enn ekki auglýst eftir húsnæði fyrir miðstöðina, þar sem starfsmenn fjármálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis hafa ekki gefið grænt ljós á að þarfalýsingu fyrir hana. Sumarleyfi hafi sjálfsagt sett þar strik í reikninginn. Hvað varðar nýtt húsnæði fyrir Heilsugæsluna sem er í gömlu heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg segir Guðmundur að ekki liggi eins mikið á því. Hann hefur gert drög að þarfalýsingu fyrir nýtt húsnæði Heilsugæslunnar, en segir að betur þurfi að vinna í henni. "Starfsmenn fjármálaráðuneytisins vilja ganga í að selja húsið," segir Guðmundur." Við höfum í sjálfu sér engan áhuga á að fara héðan út en við förum að sjálfsögðu eftir þeim ákvörðunum sem æðri embætti taka." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Gamla heilsuverndarstöðin við Barónsstíg verður væntanlega sett í sölu á næstu tveimur vikum, að sögn Þórhalls Arasonar hjá Fjármálaráðuneytinu. Hann segir að ekki sé búið að verðmeta bygginguna, en það verði gert þannig að menn hafi hugmyndir um hvernig eigi að verðleggja hana. Hún verður seld samkvæmt samningi sem fulltrúar ríkis og borgar gerðu með sér á dögunum. Guðmundur Einarsson forstjóri Heilsugæslunnar telur að meira liggi á að finna nýtt húsnæði undir miðstöð heimahjúkrunar, sem nú er á Grensásvegi. Hún er í leiguhúsnæði, sem hefur verið selt. Nýi eigandinn þarf að nota húsnæðið, þannig að miðstöðin verður að víkja. "Það verður að rýma húsnæðið fyrir næsta vor," segir Guðmundur. "Að auki hefur húsnæðisþörf miðstöðvarinnar aukist í tengslum við samþættingu við félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Við þurfum því heldur stærra húsnæði heldur en það sem starfsemin er í núna." Hann bætir við að miðstöðin þurfi helst að vera staðsett á því svæði þar sem þjónustan er mest austan til í borginni, en þó ekki mikið austur fyrir Elliðaár. Ríkiskaup sem sér um fasteignaviðskipti af þessu tagi hefur enn ekki auglýst eftir húsnæði fyrir miðstöðina, þar sem starfsmenn fjármálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis hafa ekki gefið grænt ljós á að þarfalýsingu fyrir hana. Sumarleyfi hafi sjálfsagt sett þar strik í reikninginn. Hvað varðar nýtt húsnæði fyrir Heilsugæsluna sem er í gömlu heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg segir Guðmundur að ekki liggi eins mikið á því. Hann hefur gert drög að þarfalýsingu fyrir nýtt húsnæði Heilsugæslunnar, en segir að betur þurfi að vinna í henni. "Starfsmenn fjármálaráðuneytisins vilja ganga í að selja húsið," segir Guðmundur." Við höfum í sjálfu sér engan áhuga á að fara héðan út en við förum að sjálfsögðu eftir þeim ákvörðunum sem æðri embætti taka."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira