Dánardómstjórinn og framhaldslífið 25. ágúst 2005 00:01 Reykjavíkurlistinn - Heimir Már Pétursson Nokkrir hafa verið önnum kafnir undanfarið við að grafa Reykjavíkurlistann. Fremstir í fylkingu grafara hafa farið Steingrímur J. Sigfússon og Flokkur hans. Á kantinum hafa staðið nokkrir feimnir stuðningsmenn sem hafa ekki enn gert sér grein fyrir að þeir (þau) eru í Flokki Steingríms J. Sigfússonar en ekki einhverri fjöldahreyfingu sem kallar sig Vinstrihreyfinguna grænt framboð á kjörseðlum. Það hefur verið sorglegt að horfa upp á fólk eins og Stefán Jón Hafstein og fleiri skunda í þessa jarðarför sem skortir að vísu ekkert nema líkið sjálft. Það hefur stundum verið sagt um Reykjavíkurlistann að hann sé ekkert nema borgarfulltrúarnir. Þar sé ekkert bakland. En ég held að grafararnir eigi eftir að sjá það á næstu dögum, vikum og mánuðum að "þarna úti" eru tugþúsundir kvenna og karla sem láta sér ekki standa á sama. Það gæti því farið svo að orðatilrækið "sér grefur gröf þótt grafi" rætist all illilega á moldugum framagosum með skóflur.Hver gaf Steingrími J. Sigfússyni og nánustu trúbræðrum hans vald til þess að leggja niður Reykjavíkurlistann? Ég minnist ekki slíkra samþykkta. Ef Steingrímur telur kosningavél sína þurfa að skapa sér sérstöðu með því að ganga úr Reykjavíkurlistanum - verði honum að góðu - en það þýðir ekki endalok Reykjavíkurlistans. Rómantískir kommúnistar, með hrunið heimsveldi á bakinu, hafa einfaldlega ekki það vald. Reykjavíkurlistinn hefur gert mjög margt gott fyrir borgina. Ég hirði ekki um að telja það allt upp - en þegar hann hefur verið upp á sitt besta hefur Reykjavíkurlistinn verið frjálslynt stjórnmálaafl, sem hleypt hefur út kröftum og afli til að gera þetta litla þorp norður undir heimsbaug að sannkallaðri borg. Og það ber að virða. Borgarfulltrúar listans, úr Framsóknarflokki, Kvennalista, Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og óháðum og nú síðast Samfylkingunni hafa leitt borgina áleiðis til mannlegra samfélags. Hér er kominn leikskóli fyrir öll börn, hér þrífst blómlegt menningarlíf og hér eru haldnir Hinsegin dagar, sem standa mér nærri, og væru ekki til nema vegna stuðnings borgarinnar. Án þess að hafa kannað það vísindalega tel ég reyndar að Hinsegin dagar hafi notið stuðnings Sjálfstæðismanna í borgarstjórn einnig. Ég þekki það af málflutningi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og reyndar Frjálslyndaflokksins líka, að málstaður okkar samkynhneigðra hefur notið þeirra stuðnings. Ef Steingrímur J og félagar telja sig þurfa að mæla sig í kosningum vegna einhvurra sérvinstrisinnaðrakomplexa - geri þau það. Björk Vilhelmsdóttir og fleira gott fólk sem unnið hefur undir hatti Steingríms hefur sýnt að það ber hag borgarbúa, félagshyggjunnar fyrir brjósti og það er vonandi að það brjótist undan hinni gömlu austur-evrópsku rómantík um allsherjarríkið. Ef borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans ætla hins vegar að boða til ótímabærrar jarðarfarar vegna þess að þeim dettur ekkert lengur í hug, geta þeir farið og leitað sér að öðru áhugamáli. Við erum tugþúsundir sem viljum halda áfram að vinna saman, framsóknarfólk, samfylkingarfólk, vinstragrænt og óháð. Við bjóðum þá bara fram án ykkar og takk fyrir ykkur. Ef það er borgarstjóraefni sem ykkur vantar þá býð ég mig fram ásamt þúsundum annarra sem gætu tekið starfið að sér til þess að vinna að því að byggja góða borg. Sjálfstæðismenn hafa verið í stjórnarandstöðu í borginni undanfarin 12 ár. Þeir hafa lært margt af því og þaðan berast nú margar góðar hugmyndir um framtíð borgarinnar. Hugmyndir Sjálfstæðismanna í skipulagsmálum eru til dæmis mjög athygliverðar. Ef grafararnir vinstra megin línunnar ná yfirhöndinni með gamaldags Steingríms J-allaballatuggu um að "vinna saman eftir kosningar" nær yfirhöndinni í framboðsmálum borgarinnar, mun ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Ekki vegna þess að ég sé með skírteini í þeim flokki, heldur vegna þess að ég vil frekar kjósa hóp af fólki sem vinnur saman, en gamladags vinstrirómantík sem þekkir engan málstað betri en boruna á sjálfum sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Reykjavíkurlistinn - Heimir Már Pétursson Nokkrir hafa verið önnum kafnir undanfarið við að grafa Reykjavíkurlistann. Fremstir í fylkingu grafara hafa farið Steingrímur J. Sigfússon og Flokkur hans. Á kantinum hafa staðið nokkrir feimnir stuðningsmenn sem hafa ekki enn gert sér grein fyrir að þeir (þau) eru í Flokki Steingríms J. Sigfússonar en ekki einhverri fjöldahreyfingu sem kallar sig Vinstrihreyfinguna grænt framboð á kjörseðlum. Það hefur verið sorglegt að horfa upp á fólk eins og Stefán Jón Hafstein og fleiri skunda í þessa jarðarför sem skortir að vísu ekkert nema líkið sjálft. Það hefur stundum verið sagt um Reykjavíkurlistann að hann sé ekkert nema borgarfulltrúarnir. Þar sé ekkert bakland. En ég held að grafararnir eigi eftir að sjá það á næstu dögum, vikum og mánuðum að "þarna úti" eru tugþúsundir kvenna og karla sem láta sér ekki standa á sama. Það gæti því farið svo að orðatilrækið "sér grefur gröf þótt grafi" rætist all illilega á moldugum framagosum með skóflur.Hver gaf Steingrími J. Sigfússyni og nánustu trúbræðrum hans vald til þess að leggja niður Reykjavíkurlistann? Ég minnist ekki slíkra samþykkta. Ef Steingrímur telur kosningavél sína þurfa að skapa sér sérstöðu með því að ganga úr Reykjavíkurlistanum - verði honum að góðu - en það þýðir ekki endalok Reykjavíkurlistans. Rómantískir kommúnistar, með hrunið heimsveldi á bakinu, hafa einfaldlega ekki það vald. Reykjavíkurlistinn hefur gert mjög margt gott fyrir borgina. Ég hirði ekki um að telja það allt upp - en þegar hann hefur verið upp á sitt besta hefur Reykjavíkurlistinn verið frjálslynt stjórnmálaafl, sem hleypt hefur út kröftum og afli til að gera þetta litla þorp norður undir heimsbaug að sannkallaðri borg. Og það ber að virða. Borgarfulltrúar listans, úr Framsóknarflokki, Kvennalista, Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og óháðum og nú síðast Samfylkingunni hafa leitt borgina áleiðis til mannlegra samfélags. Hér er kominn leikskóli fyrir öll börn, hér þrífst blómlegt menningarlíf og hér eru haldnir Hinsegin dagar, sem standa mér nærri, og væru ekki til nema vegna stuðnings borgarinnar. Án þess að hafa kannað það vísindalega tel ég reyndar að Hinsegin dagar hafi notið stuðnings Sjálfstæðismanna í borgarstjórn einnig. Ég þekki það af málflutningi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og reyndar Frjálslyndaflokksins líka, að málstaður okkar samkynhneigðra hefur notið þeirra stuðnings. Ef Steingrímur J og félagar telja sig þurfa að mæla sig í kosningum vegna einhvurra sérvinstrisinnaðrakomplexa - geri þau það. Björk Vilhelmsdóttir og fleira gott fólk sem unnið hefur undir hatti Steingríms hefur sýnt að það ber hag borgarbúa, félagshyggjunnar fyrir brjósti og það er vonandi að það brjótist undan hinni gömlu austur-evrópsku rómantík um allsherjarríkið. Ef borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans ætla hins vegar að boða til ótímabærrar jarðarfarar vegna þess að þeim dettur ekkert lengur í hug, geta þeir farið og leitað sér að öðru áhugamáli. Við erum tugþúsundir sem viljum halda áfram að vinna saman, framsóknarfólk, samfylkingarfólk, vinstragrænt og óháð. Við bjóðum þá bara fram án ykkar og takk fyrir ykkur. Ef það er borgarstjóraefni sem ykkur vantar þá býð ég mig fram ásamt þúsundum annarra sem gætu tekið starfið að sér til þess að vinna að því að byggja góða borg. Sjálfstæðismenn hafa verið í stjórnarandstöðu í borginni undanfarin 12 ár. Þeir hafa lært margt af því og þaðan berast nú margar góðar hugmyndir um framtíð borgarinnar. Hugmyndir Sjálfstæðismanna í skipulagsmálum eru til dæmis mjög athygliverðar. Ef grafararnir vinstra megin línunnar ná yfirhöndinni með gamaldags Steingríms J-allaballatuggu um að "vinna saman eftir kosningar" nær yfirhöndinni í framboðsmálum borgarinnar, mun ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Ekki vegna þess að ég sé með skírteini í þeim flokki, heldur vegna þess að ég vil frekar kjósa hóp af fólki sem vinnur saman, en gamladags vinstrirómantík sem þekkir engan málstað betri en boruna á sjálfum sér.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun