Annars flokks borgarar? 5. ágúst 2005 00:01 Hundar og hundahald er viðkvæmt málefni. Fáir komast í meira uppnám en hundaeigendur og hundaandstæðingar þegar umræðan berst að því hvort leyfa eigi hunda í borg og bý. Hvort þeir megi hlaupa um frjálsir eða vera tjóðraðir við línu. Oft fær maður það á tilfinninguna að þeir sem taki sér það hlutverk á hendur að eiga og ala hund verði sjálfkrafa að annars flokks borgurum. Þeim eru skorður settar sem ekki einu sinni illa farnir brennuvargar sem rennur á reglulegt brennivínsæði þurfa að fylgja. Harðar reglur gilda um hundahald í borginni enda hundahald með öllu bannað og allir hundar því háðir undanþágum frá því opinbera. Þá mega hundar ekki búa hvar sem er. Til dæmis má enginn eiga hund í fjölbýlishúsi nema fá samþykki allra sem þar búa. Ef einn neitar er draumurinn um fjölskylduhundinn úr sögunni. Eitt hálmstráið hjá verðandi hundaeigindum var lengi að allar dyr stæðu opnar ef viðkomandi ætti sérinngang þótt í fjölbýlishúsi væri. En það er ekki nóg. Ef þú þarft að ganga framhjá íbúð eða nota sameiginlega stétt getur hver sá sem telur sig eiga hlut í þessari stétt sett þér stólinn fyrir dyrnar. Í raun getur sá einn átt hund óáreittur sem á einbýlishús. Ekki er nóg að eiga raðhús eða parhús því þá þarf leyfi nágranna til beggja hliða. Sjálfsagt er að hundaeigendur taki ábyrgð á dýrum sínum. Þrífi eftir þá, passi að þeir séu ekki til vandræða, trufli ekki nágranna, sleppi ekki og tæti ruslapoka hjá nábúanum. Þá er einnig sjálfsagt að borga leyfisgjald, fara á hlýðninámskeið, fara reglulega til dýralæknis og fá allar þær sprautur sem þarf. Þetta er það sem ábyrgðarfullir hundaeigendur gera. Auðvitað eru svartir sauðir meðal hundaeigenda eins og allra annarra. Þeir sem rýra orðstír annarra sem vilja gera vel. Hins vegar gengur út fyrir allan þjófabálk þegar sveitafélög taka upp á því að setja furðulegar reglur. Til dæmis var samþykkt í hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps í sumar að aðeins yrði leyfilegt að halda einn hund á hverju heimili í þéttbýli. Hjálpi mér allir heilagir, á svo næst að setja frjósömu barnafólki skorður vegna þess að plássin á leikskólunum eru orðin of þétt setin? Þá var á dögunum bönnuð lausaganga hunda í einni af sveitum landsins. Má þar með segja að síðasta vígið sé fallið. Er það ekki það sem borgarbúar tönglast á til að mótmæla hundahaldi í þéttbýli. "Þessi grey eiga bara að eiga heima í sveit þar sem þeir geta verið frjálsir." Nú ættu reglum samkvæmt bændur og búalið að hafa Snata tjóðraðan á hlaðinu. Það er margt skrítið í kýrhausnum og afskaplega skiptar skoðanir á því hvernig eigi að standa að hundahaldi í þéttbýli. Það vekur þó spurningar hvort ekki sé óþarflega hart staðið að málum þegar gengið er um stórborgir í Þýskalandi. Þar sitja hundar allt frá poodle til sankti bernharðs við hlið eigenda sinna á kaffihúsum, í almenningsvögnum og veitingastöðum og enginn hreyfir mótmælum. Fær maður reyndar stundum á tilfinninguna að hundar séu betur séðir þar í landi en börn. Sólveig Gísladóttir - solveig@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Skoðanir Sólveig Gísladóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Hundar og hundahald er viðkvæmt málefni. Fáir komast í meira uppnám en hundaeigendur og hundaandstæðingar þegar umræðan berst að því hvort leyfa eigi hunda í borg og bý. Hvort þeir megi hlaupa um frjálsir eða vera tjóðraðir við línu. Oft fær maður það á tilfinninguna að þeir sem taki sér það hlutverk á hendur að eiga og ala hund verði sjálfkrafa að annars flokks borgurum. Þeim eru skorður settar sem ekki einu sinni illa farnir brennuvargar sem rennur á reglulegt brennivínsæði þurfa að fylgja. Harðar reglur gilda um hundahald í borginni enda hundahald með öllu bannað og allir hundar því háðir undanþágum frá því opinbera. Þá mega hundar ekki búa hvar sem er. Til dæmis má enginn eiga hund í fjölbýlishúsi nema fá samþykki allra sem þar búa. Ef einn neitar er draumurinn um fjölskylduhundinn úr sögunni. Eitt hálmstráið hjá verðandi hundaeigindum var lengi að allar dyr stæðu opnar ef viðkomandi ætti sérinngang þótt í fjölbýlishúsi væri. En það er ekki nóg. Ef þú þarft að ganga framhjá íbúð eða nota sameiginlega stétt getur hver sá sem telur sig eiga hlut í þessari stétt sett þér stólinn fyrir dyrnar. Í raun getur sá einn átt hund óáreittur sem á einbýlishús. Ekki er nóg að eiga raðhús eða parhús því þá þarf leyfi nágranna til beggja hliða. Sjálfsagt er að hundaeigendur taki ábyrgð á dýrum sínum. Þrífi eftir þá, passi að þeir séu ekki til vandræða, trufli ekki nágranna, sleppi ekki og tæti ruslapoka hjá nábúanum. Þá er einnig sjálfsagt að borga leyfisgjald, fara á hlýðninámskeið, fara reglulega til dýralæknis og fá allar þær sprautur sem þarf. Þetta er það sem ábyrgðarfullir hundaeigendur gera. Auðvitað eru svartir sauðir meðal hundaeigenda eins og allra annarra. Þeir sem rýra orðstír annarra sem vilja gera vel. Hins vegar gengur út fyrir allan þjófabálk þegar sveitafélög taka upp á því að setja furðulegar reglur. Til dæmis var samþykkt í hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps í sumar að aðeins yrði leyfilegt að halda einn hund á hverju heimili í þéttbýli. Hjálpi mér allir heilagir, á svo næst að setja frjósömu barnafólki skorður vegna þess að plássin á leikskólunum eru orðin of þétt setin? Þá var á dögunum bönnuð lausaganga hunda í einni af sveitum landsins. Má þar með segja að síðasta vígið sé fallið. Er það ekki það sem borgarbúar tönglast á til að mótmæla hundahaldi í þéttbýli. "Þessi grey eiga bara að eiga heima í sveit þar sem þeir geta verið frjálsir." Nú ættu reglum samkvæmt bændur og búalið að hafa Snata tjóðraðan á hlaðinu. Það er margt skrítið í kýrhausnum og afskaplega skiptar skoðanir á því hvernig eigi að standa að hundahaldi í þéttbýli. Það vekur þó spurningar hvort ekki sé óþarflega hart staðið að málum þegar gengið er um stórborgir í Þýskalandi. Þar sitja hundar allt frá poodle til sankti bernharðs við hlið eigenda sinna á kaffihúsum, í almenningsvögnum og veitingastöðum og enginn hreyfir mótmælum. Fær maður reyndar stundum á tilfinninguna að hundar séu betur séðir þar í landi en börn. Sólveig Gísladóttir - solveig@frettabladid.is
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun