Annars flokks borgarar? 5. ágúst 2005 00:01 Hundar og hundahald er viðkvæmt málefni. Fáir komast í meira uppnám en hundaeigendur og hundaandstæðingar þegar umræðan berst að því hvort leyfa eigi hunda í borg og bý. Hvort þeir megi hlaupa um frjálsir eða vera tjóðraðir við línu. Oft fær maður það á tilfinninguna að þeir sem taki sér það hlutverk á hendur að eiga og ala hund verði sjálfkrafa að annars flokks borgurum. Þeim eru skorður settar sem ekki einu sinni illa farnir brennuvargar sem rennur á reglulegt brennivínsæði þurfa að fylgja. Harðar reglur gilda um hundahald í borginni enda hundahald með öllu bannað og allir hundar því háðir undanþágum frá því opinbera. Þá mega hundar ekki búa hvar sem er. Til dæmis má enginn eiga hund í fjölbýlishúsi nema fá samþykki allra sem þar búa. Ef einn neitar er draumurinn um fjölskylduhundinn úr sögunni. Eitt hálmstráið hjá verðandi hundaeigindum var lengi að allar dyr stæðu opnar ef viðkomandi ætti sérinngang þótt í fjölbýlishúsi væri. En það er ekki nóg. Ef þú þarft að ganga framhjá íbúð eða nota sameiginlega stétt getur hver sá sem telur sig eiga hlut í þessari stétt sett þér stólinn fyrir dyrnar. Í raun getur sá einn átt hund óáreittur sem á einbýlishús. Ekki er nóg að eiga raðhús eða parhús því þá þarf leyfi nágranna til beggja hliða. Sjálfsagt er að hundaeigendur taki ábyrgð á dýrum sínum. Þrífi eftir þá, passi að þeir séu ekki til vandræða, trufli ekki nágranna, sleppi ekki og tæti ruslapoka hjá nábúanum. Þá er einnig sjálfsagt að borga leyfisgjald, fara á hlýðninámskeið, fara reglulega til dýralæknis og fá allar þær sprautur sem þarf. Þetta er það sem ábyrgðarfullir hundaeigendur gera. Auðvitað eru svartir sauðir meðal hundaeigenda eins og allra annarra. Þeir sem rýra orðstír annarra sem vilja gera vel. Hins vegar gengur út fyrir allan þjófabálk þegar sveitafélög taka upp á því að setja furðulegar reglur. Til dæmis var samþykkt í hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps í sumar að aðeins yrði leyfilegt að halda einn hund á hverju heimili í þéttbýli. Hjálpi mér allir heilagir, á svo næst að setja frjósömu barnafólki skorður vegna þess að plássin á leikskólunum eru orðin of þétt setin? Þá var á dögunum bönnuð lausaganga hunda í einni af sveitum landsins. Má þar með segja að síðasta vígið sé fallið. Er það ekki það sem borgarbúar tönglast á til að mótmæla hundahaldi í þéttbýli. "Þessi grey eiga bara að eiga heima í sveit þar sem þeir geta verið frjálsir." Nú ættu reglum samkvæmt bændur og búalið að hafa Snata tjóðraðan á hlaðinu. Það er margt skrítið í kýrhausnum og afskaplega skiptar skoðanir á því hvernig eigi að standa að hundahaldi í þéttbýli. Það vekur þó spurningar hvort ekki sé óþarflega hart staðið að málum þegar gengið er um stórborgir í Þýskalandi. Þar sitja hundar allt frá poodle til sankti bernharðs við hlið eigenda sinna á kaffihúsum, í almenningsvögnum og veitingastöðum og enginn hreyfir mótmælum. Fær maður reyndar stundum á tilfinninguna að hundar séu betur séðir þar í landi en börn. Sólveig Gísladóttir - solveig@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Skoðanir Sólveig Gísladóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Hundar og hundahald er viðkvæmt málefni. Fáir komast í meira uppnám en hundaeigendur og hundaandstæðingar þegar umræðan berst að því hvort leyfa eigi hunda í borg og bý. Hvort þeir megi hlaupa um frjálsir eða vera tjóðraðir við línu. Oft fær maður það á tilfinninguna að þeir sem taki sér það hlutverk á hendur að eiga og ala hund verði sjálfkrafa að annars flokks borgurum. Þeim eru skorður settar sem ekki einu sinni illa farnir brennuvargar sem rennur á reglulegt brennivínsæði þurfa að fylgja. Harðar reglur gilda um hundahald í borginni enda hundahald með öllu bannað og allir hundar því háðir undanþágum frá því opinbera. Þá mega hundar ekki búa hvar sem er. Til dæmis má enginn eiga hund í fjölbýlishúsi nema fá samþykki allra sem þar búa. Ef einn neitar er draumurinn um fjölskylduhundinn úr sögunni. Eitt hálmstráið hjá verðandi hundaeigindum var lengi að allar dyr stæðu opnar ef viðkomandi ætti sérinngang þótt í fjölbýlishúsi væri. En það er ekki nóg. Ef þú þarft að ganga framhjá íbúð eða nota sameiginlega stétt getur hver sá sem telur sig eiga hlut í þessari stétt sett þér stólinn fyrir dyrnar. Í raun getur sá einn átt hund óáreittur sem á einbýlishús. Ekki er nóg að eiga raðhús eða parhús því þá þarf leyfi nágranna til beggja hliða. Sjálfsagt er að hundaeigendur taki ábyrgð á dýrum sínum. Þrífi eftir þá, passi að þeir séu ekki til vandræða, trufli ekki nágranna, sleppi ekki og tæti ruslapoka hjá nábúanum. Þá er einnig sjálfsagt að borga leyfisgjald, fara á hlýðninámskeið, fara reglulega til dýralæknis og fá allar þær sprautur sem þarf. Þetta er það sem ábyrgðarfullir hundaeigendur gera. Auðvitað eru svartir sauðir meðal hundaeigenda eins og allra annarra. Þeir sem rýra orðstír annarra sem vilja gera vel. Hins vegar gengur út fyrir allan þjófabálk þegar sveitafélög taka upp á því að setja furðulegar reglur. Til dæmis var samþykkt í hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps í sumar að aðeins yrði leyfilegt að halda einn hund á hverju heimili í þéttbýli. Hjálpi mér allir heilagir, á svo næst að setja frjósömu barnafólki skorður vegna þess að plássin á leikskólunum eru orðin of þétt setin? Þá var á dögunum bönnuð lausaganga hunda í einni af sveitum landsins. Má þar með segja að síðasta vígið sé fallið. Er það ekki það sem borgarbúar tönglast á til að mótmæla hundahaldi í þéttbýli. "Þessi grey eiga bara að eiga heima í sveit þar sem þeir geta verið frjálsir." Nú ættu reglum samkvæmt bændur og búalið að hafa Snata tjóðraðan á hlaðinu. Það er margt skrítið í kýrhausnum og afskaplega skiptar skoðanir á því hvernig eigi að standa að hundahaldi í þéttbýli. Það vekur þó spurningar hvort ekki sé óþarflega hart staðið að málum þegar gengið er um stórborgir í Þýskalandi. Þar sitja hundar allt frá poodle til sankti bernharðs við hlið eigenda sinna á kaffihúsum, í almenningsvögnum og veitingastöðum og enginn hreyfir mótmælum. Fær maður reyndar stundum á tilfinninguna að hundar séu betur séðir þar í landi en börn. Sólveig Gísladóttir - solveig@frettabladid.is
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar