Upplýsingar ekki fyrir alla? 29. júlí 2005 00:01 Tengsl forstjóra Símans við nýja eigendur vekur spurningar um hvort þeir hafi haft einhverjar upplýsingar sem hinir höfðu ekki, segir formaður Samfylkingarinnar. Vinstri grænir vilja setja sérstök lög um einkavæðingu ríkisfyrirtækja til að einstakir ráðherrar ráðskist ekki með eigur ríkisins að vild. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sagði sig úr stjórn Bakkavarar í mars þegar ljóst mátti vera að bræðurnir í Bakkavör vildu bjóða í Símann. Hann sagði í tilkynningu í kjölfar frétta af málinu að hann teldi enga hættu á hagsmunaárekstrum en hefði ákveðið að segja sig frá stjórnarsetu til að söluferlið yrði hafið yfir allan vafa. Greint var svo frá því í júlí að meðal þeirra gagna sem einkavæðinganefndin lét útbúa fyrir bjóðendur væri svokölluð Landwell-skýrsla, áreiðanleikaúttekt sem bundin væri svo miklum trúnaði að bjóðendur mættu ekki ljósrita gögnin heldur þyrftu að handskrifa úr þeim eftir þörfum. Fyrirtækið Landwell var hins vegar líka ráðgjafi eins bjóðendanna, það er að segja Skiptis sem nú hreppir Landsímann, en Exista leiðir hópinn með bræðurna í Bakkavör í broddi fylkingar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir margt betra nú en við einkavæðingu bankanna. Gagnrýni stjórnarandstöðu hafi einhverju skilað. Það vakni þó margar spurningar, til að mynda af hverju allir útlendingar hafi dregið sig út og hversu gríðarlega hafi munað á því verði sem menn voru reiðubúnir að greiða. Það skilji eftir þá vangaveltu hvort hæstbjóðendur hafi haft gleggri upplýsingar um framtíðarmöguleika og kannski geymda hagræðingarmöguleika Símans. Spurð hvort hún meini þá frá forstjóra fyrirtækisins segir Ingibjörg ljóst að hann hafi setið í stjórn eins þeirra fyrirtækja sem séu í hópi hæstbjóðenda og það hljóti að vekja upp ákveðnar spurningar, þótt það hafi kannski ekki ráðið úrslitum. „Ég minni á að þegar Þórarinn V. Þórarinsson var forstjóri Símans var honum, við mjög svipaðar aðstæður, gert að taka sér frá leyfi frá störfum til þess að varpa ekki rýrð á trúverðugleika þessa ferils.“ Vinstri grænir voru og eru andvígir einkavæðingu Símans. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, kveðst telja að þjóðin sé orðin hundleið á því að fáeinir ráðherrar ráðskist með almannaeigur og líti á það sem sitt einkamál hvernig þeir geri það og hverjum þeir afhendi þær. Hann segir að Alþingi hefði a.m.k. átt að móta hina almennu stefnu um hvernig staðið sé að einkavæðingu með svipuðum hætti og norska Stórþingið hefur gert þar í landi. „Síðan hafa náttúrlega verið þvílíkar uppákomur í þessu einkavæðingarferli öllu að við höfum sett fram þá kröfu að það í heild sinni hlíti ítarlegri, hlutlausri rannsókn,“ segir Steingrímur. Frjálslyndir hafa einnig krafist sérstakrar rannsóknar á einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins, segir að ágætis verð virðist hafa fengist fyrir fyrirtækið. Hvað varði ferlið sjálft hljóti menn vitanlega að setja spurningarmerki við það á ýmsan hátt því sporin hræði. „Við vitum að ríkisstjórninni hefur gengið brösuglega, vægt til orða tekið, að einkavæða ríkisfyrirtæki áður en við skulum bara vona að þeir hafi eitthvað lært af því og að þetta verði í lagi í þetta sinn,“ segir Magnús. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
Tengsl forstjóra Símans við nýja eigendur vekur spurningar um hvort þeir hafi haft einhverjar upplýsingar sem hinir höfðu ekki, segir formaður Samfylkingarinnar. Vinstri grænir vilja setja sérstök lög um einkavæðingu ríkisfyrirtækja til að einstakir ráðherrar ráðskist ekki með eigur ríkisins að vild. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sagði sig úr stjórn Bakkavarar í mars þegar ljóst mátti vera að bræðurnir í Bakkavör vildu bjóða í Símann. Hann sagði í tilkynningu í kjölfar frétta af málinu að hann teldi enga hættu á hagsmunaárekstrum en hefði ákveðið að segja sig frá stjórnarsetu til að söluferlið yrði hafið yfir allan vafa. Greint var svo frá því í júlí að meðal þeirra gagna sem einkavæðinganefndin lét útbúa fyrir bjóðendur væri svokölluð Landwell-skýrsla, áreiðanleikaúttekt sem bundin væri svo miklum trúnaði að bjóðendur mættu ekki ljósrita gögnin heldur þyrftu að handskrifa úr þeim eftir þörfum. Fyrirtækið Landwell var hins vegar líka ráðgjafi eins bjóðendanna, það er að segja Skiptis sem nú hreppir Landsímann, en Exista leiðir hópinn með bræðurna í Bakkavör í broddi fylkingar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir margt betra nú en við einkavæðingu bankanna. Gagnrýni stjórnarandstöðu hafi einhverju skilað. Það vakni þó margar spurningar, til að mynda af hverju allir útlendingar hafi dregið sig út og hversu gríðarlega hafi munað á því verði sem menn voru reiðubúnir að greiða. Það skilji eftir þá vangaveltu hvort hæstbjóðendur hafi haft gleggri upplýsingar um framtíðarmöguleika og kannski geymda hagræðingarmöguleika Símans. Spurð hvort hún meini þá frá forstjóra fyrirtækisins segir Ingibjörg ljóst að hann hafi setið í stjórn eins þeirra fyrirtækja sem séu í hópi hæstbjóðenda og það hljóti að vekja upp ákveðnar spurningar, þótt það hafi kannski ekki ráðið úrslitum. „Ég minni á að þegar Þórarinn V. Þórarinsson var forstjóri Símans var honum, við mjög svipaðar aðstæður, gert að taka sér frá leyfi frá störfum til þess að varpa ekki rýrð á trúverðugleika þessa ferils.“ Vinstri grænir voru og eru andvígir einkavæðingu Símans. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, kveðst telja að þjóðin sé orðin hundleið á því að fáeinir ráðherrar ráðskist með almannaeigur og líti á það sem sitt einkamál hvernig þeir geri það og hverjum þeir afhendi þær. Hann segir að Alþingi hefði a.m.k. átt að móta hina almennu stefnu um hvernig staðið sé að einkavæðingu með svipuðum hætti og norska Stórþingið hefur gert þar í landi. „Síðan hafa náttúrlega verið þvílíkar uppákomur í þessu einkavæðingarferli öllu að við höfum sett fram þá kröfu að það í heild sinni hlíti ítarlegri, hlutlausri rannsókn,“ segir Steingrímur. Frjálslyndir hafa einnig krafist sérstakrar rannsóknar á einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins, segir að ágætis verð virðist hafa fengist fyrir fyrirtækið. Hvað varði ferlið sjálft hljóti menn vitanlega að setja spurningarmerki við það á ýmsan hátt því sporin hræði. „Við vitum að ríkisstjórninni hefur gengið brösuglega, vægt til orða tekið, að einkavæða ríkisfyrirtæki áður en við skulum bara vona að þeir hafi eitthvað lært af því og að þetta verði í lagi í þetta sinn,“ segir Magnús.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira