
Sport
Ailton til Besiktas

Brasilíski snillingurinn Ailton er á leiðinni til Besiktas í Tyrklandi frá Schalke. Ailton hefur verið einn besti leikmaðurinn í þýska boltanum á undanförnum árum og skemmst er að minnast þess þegar hann leiddi Weger Bremen til sigurs í þýsku deildinni árið 2004. Kappinn lék aðeins eitt tímabil með Schalke. Schalke fékk fyrr í sumar sóknarmanninn Kevin Kuraniy til liðs við sig frá Stuttgart. Það er greinilegt að það verður mikið líf í tyrkneska boltanum á komandi leiktíð því fjöldi góðra leikmanna eru nú í deildinni og fleiri hugsanlega á leiðinni, t.d. Robert Pires, hjá Arsenal sem hefur verið orðaður við Galatasary.