Grípur ekki til aðgerða 11. júlí 2005 00:01 Fjármálaeftirlitið ætlar ekki að grípa til aðgerða vegna sölu Íslandsbanka á tæplega 67 prósenta hlut í Sjóvá til eins af stjórnarmönnum bankans. Íslandsbanki seldi tvo þriðju hluta í Sjóvá fyrir rúmlega þrem og hálfum mánuði síðan. Kaupandinn var eignarhaldsfélagið Þáttur sem er í eigu Milestone, sem Karl Wernerson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, á ásamt systkinum sínum. Fjárfestingabankinn Straumur sóttist líka eftir því að fá að kaupa hlutinn en fékk ekki. Straumur gagnrýndi vinnubrögðin við söluna og lýsti yfir miklum vonbrigðum með hana á sínum tíma. Í kjölfarið sendi Straumur síðan Fjármálaeftirlitinu formlega kvörtun vegna sölunnar sem laut að ákvörðun meirihluta stjórnar bankans og stjórnenda hans um söluna sjálfa, undanfara hennar og grundvöllinn fyrir ákvörðuninni. Straumur fór þess að á leit við eftirlitið að það úrskurðaði um hvort salan hefði falið í sér óeðlilega viðskiptahætti. Í bréfi sem Fjármálaeftirlitið sendi Íslandsbanka fyrir helgina kemur fram að það hafi komist að þeirri niðurstöðu að kvörtunin gæfi ekki tilefni til frekari aðgerða. Eftir að gögn málsins hafi verið skoðuð og ígrunduð væri ljóst að fyrirvari fjármálaeftirlitsins á samþykki þess fyrir meðferð Milestone á virkum eignarhlut í Sjóvá væri ekki lengur fyrir hendi. Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Fjármálaeftirlitið ætlar ekki að grípa til aðgerða vegna sölu Íslandsbanka á tæplega 67 prósenta hlut í Sjóvá til eins af stjórnarmönnum bankans. Íslandsbanki seldi tvo þriðju hluta í Sjóvá fyrir rúmlega þrem og hálfum mánuði síðan. Kaupandinn var eignarhaldsfélagið Þáttur sem er í eigu Milestone, sem Karl Wernerson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, á ásamt systkinum sínum. Fjárfestingabankinn Straumur sóttist líka eftir því að fá að kaupa hlutinn en fékk ekki. Straumur gagnrýndi vinnubrögðin við söluna og lýsti yfir miklum vonbrigðum með hana á sínum tíma. Í kjölfarið sendi Straumur síðan Fjármálaeftirlitinu formlega kvörtun vegna sölunnar sem laut að ákvörðun meirihluta stjórnar bankans og stjórnenda hans um söluna sjálfa, undanfara hennar og grundvöllinn fyrir ákvörðuninni. Straumur fór þess að á leit við eftirlitið að það úrskurðaði um hvort salan hefði falið í sér óeðlilega viðskiptahætti. Í bréfi sem Fjármálaeftirlitið sendi Íslandsbanka fyrir helgina kemur fram að það hafi komist að þeirri niðurstöðu að kvörtunin gæfi ekki tilefni til frekari aðgerða. Eftir að gögn málsins hafi verið skoðuð og ígrunduð væri ljóst að fyrirvari fjármálaeftirlitsins á samþykki þess fyrir meðferð Milestone á virkum eignarhlut í Sjóvá væri ekki lengur fyrir hendi.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira