
Sport
Everton í erfiðustu stöðunni

Ensku liðin Arsenal, Liverpool og Manchester United eiga ekki á hættu að lenda á móti sterkustu liðum Evrópu, komist þau í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það sama á ekki við um Everton, takist félaginu að leggja mótherja sína að velli í forkeppninni. Everton er raðað í 42. sætið og verður í fjórða neðsta styrkleikaflokki, fari svo að félagið tryggi sér sæti í riðlakeppninni. Everton gæti lent á móti liðum eins og Inter Milan, Sporting Lissabon og Liverpool. Dregið verður í fyrstu umferð keppninnar á föstudag en fyrstu leikirnir fara fram 12.-13. júlí.