Hvað felst í U-beygju Liverpool? 10. júní 2005 00:01 Í morgun var ljóst að Evrópumeistararnir í knattspyrnu, Liverpool, fá eftir allt saman að leika í Meistaradeildinni næsta tímabil. Liðið þarf þó að hefja keppni strax í forkeppninni sem hefst 12. júlí en ýmsar athyglisverðar hrókeringar þurftu að eiga sér stað til að dæmið gengi upp. Liverpool þarf t.d. að aflýsa fyrirhugaðri æfingaferð til Asíu og Þýskalands. Lykilatriðin í breytingunum eru: Minni sjónvarpstekjur Liverpool þarf að sætta sig við minni sjónvarpstekjur en hin ensku liðin fjögur, Chelsea, Arsenal, Manchester United og Everton ef liðið kemst í riðlakeppnina. Það þýðir samt að hin liðin fjögur fá ekki eins miklar sjónvarpstekjur ef Liverpool hefði ekki verið með. Engin aðskilnaðarvörn Um Liverpool gilda engar aðskilnaðarreglur gagnvart hinum ensku liðunum sem þýðir að þeir geta t.d. mætt Everton í 3. umferð forkeppninnar og verið með hinum liðunum ensku í riðli. Önnur lið upp um styrkleikaflokk Og það þurfti að færa önnur evrópsk lið til í leikjafyrirkomulagi. Tyrknesku meistararnir í Fenerbahçe færast beint í riðlakeppnina í stað þess að hafa átt að hefja keppni í 3. umferð forkeppninnar. Og í næsta þrepi færast pólsku meistararnir í Wisla Kraków úr annarri umferð forkeppninnar upp í 3. umferð en þeir áttu að koma beint inn í 2. umferð og að lokum til að færa lið úr neðsta styrkleikaflokki upp upp um flokk kom það í hlut verðandi rúmensku meistaranna að koma ekki inn fyrr en í 2. umferð í stað fyrstu. Um er að ræða annað hvort Steaua Bucurest eða Dinamo Bucurest. Forðast vandamálið í framtíðinni Og UEFA lét sér segjast með ástandinu sem skapast hefur að þessu sinni því sambandið hefur einnig ákveðið að ríkjandi titilhafar fái héðan í frá alltaf tækifæri til að verja titilinn að ári. Það er hins vegar fast kveðið á um að hvert knattspyrnusamband fyrir sig eyrnamerki eitt af Meistaradeildarsætunum sínum hugsanlegum meisturum innan þess viðkomandi sambands sem með öðrum orðum þýðir að ekki undir neinum kringumstæðum megi nein þjóð tefla fram fleiri en 4 liðum í Meistaradeildina. Þannig hefði Evrton sem lenti í 4. sæti á Englandi orðið af sínu sæti í Meistaradeild hefðu þær reglur verið skýrar núna. Man City fær ekki UEFA Cup sæti Liverpool Manchester City hafði vonast til að fá UEFA Cup sæti Liverpool sem lenti í 5. sæti úrvalsdeildarinnar en UEFA þvertekur fyrir að láta enska knattspyrnusambandið eftir annað Evrópusæti. Svo á UEFA aðeins eftir að skjalfesta lagabreytingarnar en það verður gert í lok júní. Liverpool getur ekki mætt FH í 1. umferð forkeppninnar eins og gert hefur verið að skóna í dag. Liðin eru bæði í efri styrkleikaflokki þeirra liða sem etja kappi í upphafi. Raðað eftir Evrópustuðli styrkleika. Efri styrkleikaflokkur. Liverpool (England) Anorthosis Famagusta (Kýpur) Nova Gorica (Slóvenía) Dinamo Tbilisi (Georgía) Meistarar Slóvakíu (Slóvakía) Haka Valkeakoski (Finnland) FH (Ísland) Shelbourne (Írland) Zrinjski Mostar (Bosnía/Herzegóvína) Skonto Riga (Lettland) Sheriff Tiraspol (Moldavía) FBK Kaunas (Litháen) Þau lið sem FH getur mætt má sjá hér að neðan raðað eftir Evrópustuðli styrkleika. Neðri styrkleikaflokkur. Rabotnicki Skopje (Makedónía) Dinamo Minsk (Hvíta-Rússland) Sliema Wanderers (Malta) Pyunik Yerevan (Armenía) SK Tirana (Albanía) Levadia Tallinn (Eistland) Glentoran (Norður-Írland) Llansantffraid (Wales) F91 Dudelange (Lúxemborg) Sæti frá Azerbaijan (Azerbaijan) HB Torshavn (Færeyjar) Kairat Almaty (Kazakhstan) Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Í morgun var ljóst að Evrópumeistararnir í knattspyrnu, Liverpool, fá eftir allt saman að leika í Meistaradeildinni næsta tímabil. Liðið þarf þó að hefja keppni strax í forkeppninni sem hefst 12. júlí en ýmsar athyglisverðar hrókeringar þurftu að eiga sér stað til að dæmið gengi upp. Liverpool þarf t.d. að aflýsa fyrirhugaðri æfingaferð til Asíu og Þýskalands. Lykilatriðin í breytingunum eru: Minni sjónvarpstekjur Liverpool þarf að sætta sig við minni sjónvarpstekjur en hin ensku liðin fjögur, Chelsea, Arsenal, Manchester United og Everton ef liðið kemst í riðlakeppnina. Það þýðir samt að hin liðin fjögur fá ekki eins miklar sjónvarpstekjur ef Liverpool hefði ekki verið með. Engin aðskilnaðarvörn Um Liverpool gilda engar aðskilnaðarreglur gagnvart hinum ensku liðunum sem þýðir að þeir geta t.d. mætt Everton í 3. umferð forkeppninnar og verið með hinum liðunum ensku í riðli. Önnur lið upp um styrkleikaflokk Og það þurfti að færa önnur evrópsk lið til í leikjafyrirkomulagi. Tyrknesku meistararnir í Fenerbahçe færast beint í riðlakeppnina í stað þess að hafa átt að hefja keppni í 3. umferð forkeppninnar. Og í næsta þrepi færast pólsku meistararnir í Wisla Kraków úr annarri umferð forkeppninnar upp í 3. umferð en þeir áttu að koma beint inn í 2. umferð og að lokum til að færa lið úr neðsta styrkleikaflokki upp upp um flokk kom það í hlut verðandi rúmensku meistaranna að koma ekki inn fyrr en í 2. umferð í stað fyrstu. Um er að ræða annað hvort Steaua Bucurest eða Dinamo Bucurest. Forðast vandamálið í framtíðinni Og UEFA lét sér segjast með ástandinu sem skapast hefur að þessu sinni því sambandið hefur einnig ákveðið að ríkjandi titilhafar fái héðan í frá alltaf tækifæri til að verja titilinn að ári. Það er hins vegar fast kveðið á um að hvert knattspyrnusamband fyrir sig eyrnamerki eitt af Meistaradeildarsætunum sínum hugsanlegum meisturum innan þess viðkomandi sambands sem með öðrum orðum þýðir að ekki undir neinum kringumstæðum megi nein þjóð tefla fram fleiri en 4 liðum í Meistaradeildina. Þannig hefði Evrton sem lenti í 4. sæti á Englandi orðið af sínu sæti í Meistaradeild hefðu þær reglur verið skýrar núna. Man City fær ekki UEFA Cup sæti Liverpool Manchester City hafði vonast til að fá UEFA Cup sæti Liverpool sem lenti í 5. sæti úrvalsdeildarinnar en UEFA þvertekur fyrir að láta enska knattspyrnusambandið eftir annað Evrópusæti. Svo á UEFA aðeins eftir að skjalfesta lagabreytingarnar en það verður gert í lok júní. Liverpool getur ekki mætt FH í 1. umferð forkeppninnar eins og gert hefur verið að skóna í dag. Liðin eru bæði í efri styrkleikaflokki þeirra liða sem etja kappi í upphafi. Raðað eftir Evrópustuðli styrkleika. Efri styrkleikaflokkur. Liverpool (England) Anorthosis Famagusta (Kýpur) Nova Gorica (Slóvenía) Dinamo Tbilisi (Georgía) Meistarar Slóvakíu (Slóvakía) Haka Valkeakoski (Finnland) FH (Ísland) Shelbourne (Írland) Zrinjski Mostar (Bosnía/Herzegóvína) Skonto Riga (Lettland) Sheriff Tiraspol (Moldavía) FBK Kaunas (Litháen) Þau lið sem FH getur mætt má sjá hér að neðan raðað eftir Evrópustuðli styrkleika. Neðri styrkleikaflokkur. Rabotnicki Skopje (Makedónía) Dinamo Minsk (Hvíta-Rússland) Sliema Wanderers (Malta) Pyunik Yerevan (Armenía) SK Tirana (Albanía) Levadia Tallinn (Eistland) Glentoran (Norður-Írland) Llansantffraid (Wales) F91 Dudelange (Lúxemborg) Sæti frá Azerbaijan (Azerbaijan) HB Torshavn (Færeyjar) Kairat Almaty (Kazakhstan)
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira