Viðskipti innlent

Samið um sölu Pennans Eymundsson

Samkomulag hefur náðst um sölu Pennans Eymundsson. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu Bylgjunnar fara Þórður Kolbeinsson og Kristinn Vilbergsson fyrir hópi fjárfesta sem stendur að kaupunum. Ákveðið hefur verið að Kristinn verði forstjóri Pennans eftir kaupin. Kristinn stofnaði fyrirtækið Vörubíl sem síðar sameinaðist Dreifingarmiðstöðinni og er nú í eigu Baugs. Þar sem Gunnar Dungal, núverandi eigandi, er erlendis sem stendur verður ekki skrifað undir samning um eigendaskiptin fyrr en eftir helgi en búið er að ganga frá öllum lausum endum og fátt eftir nema undirskriftin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×