Búist við sigri Ingibjargar 20. maí 2005 00:01 Búist er við að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sigri í formannskjöri Samfylkingarinnar en úrslit verða tilkynnt á landsfundi flokksins á hádegi í dag. Tveir hafa tilkynnt um framboð til embættis varaformanns: þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson og Lúðvík Bergvinsson. Þá herma heimildir blaðsins að Björgvin G. Sigurðsson þingmaður munií dag tilkynna um framboð sitt í varaformannssæti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Jóhanna Sigurðardóttir, sem hefur sagst vera að íhuga framboð, afráðið að gefa ekki kost á sér. Ástæðan sé einna helst sú að í tveimur helstu forystusætum flokksins verði að vera einstaklingar af báðum kynjum. Sama ástæða er sögð fyrir því að einungis karlmenn hafi gefið kost á sér í varaformannsembættið. Það muni þó breytast ef svo ólíklega vilji til að Össur beri sigurorð af Ingibjörgu Sólrúnu í formannskjörinu. Þá verði gerð kraa á konu sem varaformann. Ein þeirra sem nefnd hefur verið í því samhengi er þingmaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi í gær undirbúning Samfylkingarinnar fyrir síðustu alþingiskosningar. Er hún kynnti skýrslu Framtíðarhóp Samfylkingarinnar sagði Ingibjörg Sólrún að flokkurinn hefði farið vanbúinn út í kosningabaráttuna. Ekki hefði verið gefinn nægur gaumur að stefnuvinnu. Samfylkingin hafi því ekki verið nægilega skýr kostur fyrir kjósendur og skort ákveðinn trúverðugleika. Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, hvatti flokksmenn í setningarræðu sinni til að snúa bökum saman. "Á þessum fundi leggjum við niður allar deilur, hvort sem við höfum komið hingað sem liðsmenn Össurar eða Ingibjargar," sagði hann. Alls eru 1200 landsfundarfulltrúar skráðir á þriðja landsfund Samfylkingarinnar sem standa mun fram á sunnudag. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Búist er við að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sigri í formannskjöri Samfylkingarinnar en úrslit verða tilkynnt á landsfundi flokksins á hádegi í dag. Tveir hafa tilkynnt um framboð til embættis varaformanns: þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson og Lúðvík Bergvinsson. Þá herma heimildir blaðsins að Björgvin G. Sigurðsson þingmaður munií dag tilkynna um framboð sitt í varaformannssæti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Jóhanna Sigurðardóttir, sem hefur sagst vera að íhuga framboð, afráðið að gefa ekki kost á sér. Ástæðan sé einna helst sú að í tveimur helstu forystusætum flokksins verði að vera einstaklingar af báðum kynjum. Sama ástæða er sögð fyrir því að einungis karlmenn hafi gefið kost á sér í varaformannsembættið. Það muni þó breytast ef svo ólíklega vilji til að Össur beri sigurorð af Ingibjörgu Sólrúnu í formannskjörinu. Þá verði gerð kraa á konu sem varaformann. Ein þeirra sem nefnd hefur verið í því samhengi er þingmaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi í gær undirbúning Samfylkingarinnar fyrir síðustu alþingiskosningar. Er hún kynnti skýrslu Framtíðarhóp Samfylkingarinnar sagði Ingibjörg Sólrún að flokkurinn hefði farið vanbúinn út í kosningabaráttuna. Ekki hefði verið gefinn nægur gaumur að stefnuvinnu. Samfylkingin hafi því ekki verið nægilega skýr kostur fyrir kjósendur og skort ákveðinn trúverðugleika. Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, hvatti flokksmenn í setningarræðu sinni til að snúa bökum saman. "Á þessum fundi leggjum við niður allar deilur, hvort sem við höfum komið hingað sem liðsmenn Össurar eða Ingibjargar," sagði hann. Alls eru 1200 landsfundarfulltrúar skráðir á þriðja landsfund Samfylkingarinnar sem standa mun fram á sunnudag.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira