Detroit 4 - Indiana 2 20. maí 2005 00:01 Það var tilfinningaþrungin stund í Indianapolis í gærkvöldi þegar Detroit Pistons sigruðu Indiana Pacers með 88 stigum gegn 79 og tryggðu sér sæti í úrslitum austurdeildarinnar. Leikurinn var síðasti leikur Reggie Miller á átján ára ferli í deildinni og hann lauk honum eins og honum einum er lagið. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 27 stig og háði mikið einvígi við Rip Hamilton, sem margir kalla eftirmann hans í deildinni, því leikstíll þeirra er um margt líkur. Hamilton átti nánast nákvæmlega eins leik og sá gamli, en skoraði þó megnið að stigum sínum í síðari hálfleiknum, þegar Pistons náðu að klára dæmið. Lokamínútur leiksins voru mjög tilfinningaþrungnar og þegar úrslit leiksins voru ráðin, gengu leikmenn beggja liða inn á völlinn til að kveðja hina gömlu hetju að hætti hússins. "Þetta var sérstök stund. Ég held að ég hafi aldrei spilað leik þar sem mótherjarnir gengu til andstæðings síns og hylltu hann. Hann lék ótrúlega í nótt á miðað mann á hans aldri." Áhorfendur í höllinni stóðu allir á fætur í lokin og hrópuðu "Reggie-Reggie" eins og siður hefur verið síðustu 10 árin eða svo, þegar kappinn er að leika vel. Hrópin breyttust þvínæst í "eitt ár enn- eitt ár enn". Ólíklegt verður að teljast að þeim verði að ósk sinni, því þetta átján ára ævintýri í Indiana er senn á enda og eftir liggur langur og glæsilegur ferill eins litríkasta leikmanns deildarinnar á síðustu 20 árum. "Þetta var bæði súrt og sætt í kvöld. Ég náði loksins að hitta þokkalega, en þeir Rip og Chauncey skutu okkur í kaf og áttu alltaf svar við okkur. Svona eru meistaralið. Ég get ekki lýst því með orðum hvað mér þykir vænt um aðdáendur Indiana liðsins. Við áttum sameiginlegt takmark og því miður náði ég ekki að vinna titilinn með fólkinu hérna, en þetta hefur verið ógleymanlegur tími," sagði Reggie Miller í lok leiksins. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 28 stig (6 frák), Chauncey Billups 23 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (11 frák), Tayshaun Prince 11 stig (8 frák), Ben Wallace 4 stig (11 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 27 stig (hitti úr 11 af 16 skotum), Jermaine O´Neal 22 stig (11 frák), Jeff Foster 12 stig (6 frák), Stephen Jackson 6 stig (6 frák). NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Sjá meira
Það var tilfinningaþrungin stund í Indianapolis í gærkvöldi þegar Detroit Pistons sigruðu Indiana Pacers með 88 stigum gegn 79 og tryggðu sér sæti í úrslitum austurdeildarinnar. Leikurinn var síðasti leikur Reggie Miller á átján ára ferli í deildinni og hann lauk honum eins og honum einum er lagið. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 27 stig og háði mikið einvígi við Rip Hamilton, sem margir kalla eftirmann hans í deildinni, því leikstíll þeirra er um margt líkur. Hamilton átti nánast nákvæmlega eins leik og sá gamli, en skoraði þó megnið að stigum sínum í síðari hálfleiknum, þegar Pistons náðu að klára dæmið. Lokamínútur leiksins voru mjög tilfinningaþrungnar og þegar úrslit leiksins voru ráðin, gengu leikmenn beggja liða inn á völlinn til að kveðja hina gömlu hetju að hætti hússins. "Þetta var sérstök stund. Ég held að ég hafi aldrei spilað leik þar sem mótherjarnir gengu til andstæðings síns og hylltu hann. Hann lék ótrúlega í nótt á miðað mann á hans aldri." Áhorfendur í höllinni stóðu allir á fætur í lokin og hrópuðu "Reggie-Reggie" eins og siður hefur verið síðustu 10 árin eða svo, þegar kappinn er að leika vel. Hrópin breyttust þvínæst í "eitt ár enn- eitt ár enn". Ólíklegt verður að teljast að þeim verði að ósk sinni, því þetta átján ára ævintýri í Indiana er senn á enda og eftir liggur langur og glæsilegur ferill eins litríkasta leikmanns deildarinnar á síðustu 20 árum. "Þetta var bæði súrt og sætt í kvöld. Ég náði loksins að hitta þokkalega, en þeir Rip og Chauncey skutu okkur í kaf og áttu alltaf svar við okkur. Svona eru meistaralið. Ég get ekki lýst því með orðum hvað mér þykir vænt um aðdáendur Indiana liðsins. Við áttum sameiginlegt takmark og því miður náði ég ekki að vinna titilinn með fólkinu hérna, en þetta hefur verið ógleymanlegur tími," sagði Reggie Miller í lok leiksins. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 28 stig (6 frák), Chauncey Billups 23 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (11 frák), Tayshaun Prince 11 stig (8 frák), Ben Wallace 4 stig (11 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 27 stig (hitti úr 11 af 16 skotum), Jermaine O´Neal 22 stig (11 frák), Jeff Foster 12 stig (6 frák), Stephen Jackson 6 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Sjá meira