Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2025 13:46 Grindavík spilar í Vogum annað kvöld. Knattspyrnudeild Grindavíkur UMFG Heimaleikur Grindavíkur við Selfoss í Lengjudeild karla í fótbolta annað kvöld mun ekki fara fram í Grindavík vegna yfirstandandi eldgoss. Um er að ræða fyrsta heimaleik liðsins sem þarf að færa frá bænum í sumar. Eldgos hófst í fyrrinótt við Litla-Skógfell, töluvert langt norður af Grindavík, en bærinn var rýmdur í varúðarskyni. Almannavarnastig var fært af neyðarstigi á hættustig í gær. Af þeim sökum hefur bærinn verið lokaður almenningi síðan. Borið hefur á mótmælum Grindvíkinga vegna lokunar á bænum. Bláa lónið er opið og þá fer meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur fram á golfvelli Grindvíkinga í dag, eftir aflýsingar á fyrsta degi mótsins í gær. Auk þess heimsótti Ursula ven der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Grindavíkurbæ í dag. Grindvískir mótmælendur flautuðu bílflautum sínum þegar van der Leyen keyrði þar framhjá ásamt Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, til Grindavíkurbæjar. Sjá má á vef KSÍ að leikur Grindavíkur við Selfoss annað kvöld hefur verið færður af Grindavíkurvelli á Vogaídýfuvöllinn, heimavöll Þróttar Vogum við Vatnsleysuströnd. Fótbolti.net greindi fyrst frá. Um er að ræða fyrsta leikinn sem Grindvíkingar geta ekki leikið á heimavelli sínum í sumar. Grindavík spilaði heimaleiki sína í Safamýri síðasta sumar en hóf aftur að spila í Grindavík þegar Lengjudeildin fór af stað í vor. Töluverð spenna er meðal Selfyssinga fyrir leik morgundagsins en líklegt er að fyrrum landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson spili sinn fyrsta leik eftir heimkomu sína en hann fékk leikheimild með Selfyssingum við opnun félagsskiptagluggans í dag. UMF Grindavík Grindavík Lengjudeild karla Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - ÍA | Tíminn að renna út hjá gula stórveldinu Í beinni: Vestri - KR | Ennþá partý á Ísafirði? Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira
Eldgos hófst í fyrrinótt við Litla-Skógfell, töluvert langt norður af Grindavík, en bærinn var rýmdur í varúðarskyni. Almannavarnastig var fært af neyðarstigi á hættustig í gær. Af þeim sökum hefur bærinn verið lokaður almenningi síðan. Borið hefur á mótmælum Grindvíkinga vegna lokunar á bænum. Bláa lónið er opið og þá fer meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur fram á golfvelli Grindvíkinga í dag, eftir aflýsingar á fyrsta degi mótsins í gær. Auk þess heimsótti Ursula ven der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Grindavíkurbæ í dag. Grindvískir mótmælendur flautuðu bílflautum sínum þegar van der Leyen keyrði þar framhjá ásamt Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, til Grindavíkurbæjar. Sjá má á vef KSÍ að leikur Grindavíkur við Selfoss annað kvöld hefur verið færður af Grindavíkurvelli á Vogaídýfuvöllinn, heimavöll Þróttar Vogum við Vatnsleysuströnd. Fótbolti.net greindi fyrst frá. Um er að ræða fyrsta leikinn sem Grindvíkingar geta ekki leikið á heimavelli sínum í sumar. Grindavík spilaði heimaleiki sína í Safamýri síðasta sumar en hóf aftur að spila í Grindavík þegar Lengjudeildin fór af stað í vor. Töluverð spenna er meðal Selfyssinga fyrir leik morgundagsins en líklegt er að fyrrum landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson spili sinn fyrsta leik eftir heimkomu sína en hann fékk leikheimild með Selfyssingum við opnun félagsskiptagluggans í dag.
UMF Grindavík Grindavík Lengjudeild karla Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - ÍA | Tíminn að renna út hjá gula stórveldinu Í beinni: Vestri - KR | Ennþá partý á Ísafirði? Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira