Fótbolti

Sjáðu ótrulegt mark Tryggva frá miðju

Valur Páll Eiríksson skrifar
Þessi snerting hér endaði í netinu.
Þessi snerting hér endaði í netinu. Vísir/Anton Brink

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði stórglæsilegt mark til að koma Valsmönnum yfir gegn Flora Tallinn í síðari leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Valur leiðir 1-0 í leiknum.

Flora-liðið hafði pressað töluvert á Valsmenn í fyrri hálfleik og var líklegra til að koma inn marki. Misheppnuð sending þeirra, beint í lappir Tryggva þótti þó ekki ógna mikið.

Tryggvi var fljótur að hugsa, sneri með boltann og lét vaða fyrir aftan miðju, af um 60 metra færi og boltinn söng í netinu.

Valur vann fyrri leikinn 3-0 á Hlíðarenda og leiðir einvígið því 4-0 eftir mark Tryggva.

Beina textalýsingu frá leiknum má nálgast hér.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn Sport.

Markið má sjá í lýsingu Kristins Kjærnested í spilaranum.

Klippa: Ótrúlegt mark Tryggva af 60 metra færi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×