Skrýtnir afdalamenn til sýnis? 3. maí 2005 00:01 Norðurland vestra er meðal þeirra svæða á landinu sem eiga hvað mest í vök að verjast varðandi íbúaþróun. Sveitarstjórnir hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til að hamla gegn brottflutningi fólks með þátttöku í atvinnulífi, frumkvæði að nýsköpun og viðleitni til samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Þannig hefur verið gengið mjög nærri fjárhagslegri getu sveitarfélaganna, þau eru meðal þeirra skuldsettustu á landinu og þar af leiðandi illa í stakk búin til að standa undir uppbyggingu atvinnulífsins, enda ekki þeirra lagalega hlutverk. Meðaltekjur íbúa eru auk þess lágar. Hvað er þá til ráða? Er þetta eitt af þeim svæðum sem eiga að fara í eyði, gera jafnvel að þjóðgarði með skrýtna afdalamenn sem sýnishorn fyrir þéttbýlisbúa? Nýlega lagði undirrituð fram fyrirspurn til ráðherra byggðamála um gerð vaxtarsamnings fyrir Norðurland vestra. Valgerður Sverrisdóttir er byggðaráðherra þess flokks sem lengi vel vildi kenna sig við landsbyggð - og á enn, furðulegt nokk, eitthvert fylgi á landsbyggðinni. Í svörum ráðherra staðfestist að á sumar byggðir landsins er litið sem annars flokks og ekki þess verðar að þeim sé sinnt. Það á við um Norðurland vestra, sem samkvæmt svari ráðherra á ekki að gera vaxtarsamning við. Fram kom í svari hans að við gerð vaxtarsamning fyrir Eyjafjarðarsvæðið hefði verið miðað við "að starfsemi hans næði ekki einungis til Eyjafjarðarsvæðisins, heldur einnig til annarra svæða á Norðurlandi, þar með talið til Norðurlands vestra". Það voru reyndar nýjar fréttir fyrir sveitarstjórnarmenn og sveitarstjóra á svæðinu - að ég tali ekki um aðra íbúa. Þegar heimasíða vaxtarsamnings fyrir Eyjafjarðarsvæðið er skoðuð er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að þessi orð ráðherrans séu hrein ósannindi. Ekkert er minnst á önnur svæði en Eyjafjörð en þar stendir hins vegar: "Aðild að Vaxtarsamningi Eyjafjarðar er opin og geta fyrirtæki og félög í Eyjafirði sótt um og gerst aðilar að samningnum". Nafn vaxtarsamningsins eitt og sér varpar ljósi á hvernig staða annarra svæða á Norðurlandi gagnvart Eyjafjarðarsvæðinu er hugsuð: Þau eru ekkert í myndinni. Að sjálfsögðu vinna hagsmunaaðilar á Norðurlandi vestra og á Akureyri saman að þeim málum þar sem það er æskilegt og eðlilegt, eins og t.d. í ferðamálum, starfsemi háskólanna, við heilbrigðisþjónustu og í fleiri málaflokkum. En við uppbyggingu atvinnulífsins að öðru leyti verður ríkisvaldið að axla ábyrgð sína og taka þátt með heimamönnum. Norðurland vestra þarf nauðsynlega á því að halda að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Landbúnaður og sjávarútvegur skipa allt of stóran sess og þetta eru einmitt greinar sem ekki munu taka við fleira fólki í framtíðinni, þvert á móti. Skólagengið fólk á að eiga þess kost að sækja atvinnu á landsbyggðinni jafnt og á stærstu þéttbýlisstöðunum. Reynslan á Norðurlandi vestra sýnir einmitt að keppt er um hvert starf þar sem krafist er menntunar. Það sannar vilja fólks til að búa í friðsæld og nánd við náttúruna. En það er einmitt langoftast fábreytni atvinnulífsins sem hrekur íbúa burt af svæðinu. Í svari sínu við fyrirspurn minni sagði ráðherra m.a.: "Það er hins vegar mikilvægt að sveitarfélögin á viðkomandi svæðum standi sig og að þau hafi eitthvert frumkvæði gagnvart ríkisvaldinu ef þau hafa áhuga á samstarfi við það." Þetta eru skýr skilaboð til sveitarfélaga á svæðinu, þ.e.: Ráðherrann telur þau ekki hafa staðið sig og ekki haft neitt frumkvæði gagnvart ríkinu um samstarf. Þetta er reyndar önnur mynd af starfi sveitarfélaganna en mér er kunn. Ég veit að fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa ítrekað gengið á fund stjórnvalda í Reykjavík, þar með talið ráðherra byggðamála, með ýmiss konar erindi og málaleitanir, óskir um verkefni til vinnslu og kynningar á möguleikum svæðanna. Einnig hefur ráðamönnum, m.a. byggðamálaráðherra, verið boðið að sitja ráðstefnur um atvinnumál og kynningu á hugmyndum. Það er því ekki um að kenna áhugaleysi af þeirra hálfu né skorti á viðleitni. Núverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, sagði fyrir síðustu kosningar að nú væri komin röðin að Norðvesturkjördæmi með aðgerðir í byggðamálum. Annaðhvort má hann sín einskis í glímunni við aðra ráðherra eða hann meinar ekkert með þessum orðum. Þessi ríkisstjórn er ábyrgðarlaus gagnvart landsbyggðinni og skeytir ekki hið minnsta um kjör almennings. Gildir þá einu hvort um er að ræða byggðamálaráðherra eða forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Norðurland vestra er meðal þeirra svæða á landinu sem eiga hvað mest í vök að verjast varðandi íbúaþróun. Sveitarstjórnir hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til að hamla gegn brottflutningi fólks með þátttöku í atvinnulífi, frumkvæði að nýsköpun og viðleitni til samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Þannig hefur verið gengið mjög nærri fjárhagslegri getu sveitarfélaganna, þau eru meðal þeirra skuldsettustu á landinu og þar af leiðandi illa í stakk búin til að standa undir uppbyggingu atvinnulífsins, enda ekki þeirra lagalega hlutverk. Meðaltekjur íbúa eru auk þess lágar. Hvað er þá til ráða? Er þetta eitt af þeim svæðum sem eiga að fara í eyði, gera jafnvel að þjóðgarði með skrýtna afdalamenn sem sýnishorn fyrir þéttbýlisbúa? Nýlega lagði undirrituð fram fyrirspurn til ráðherra byggðamála um gerð vaxtarsamnings fyrir Norðurland vestra. Valgerður Sverrisdóttir er byggðaráðherra þess flokks sem lengi vel vildi kenna sig við landsbyggð - og á enn, furðulegt nokk, eitthvert fylgi á landsbyggðinni. Í svörum ráðherra staðfestist að á sumar byggðir landsins er litið sem annars flokks og ekki þess verðar að þeim sé sinnt. Það á við um Norðurland vestra, sem samkvæmt svari ráðherra á ekki að gera vaxtarsamning við. Fram kom í svari hans að við gerð vaxtarsamning fyrir Eyjafjarðarsvæðið hefði verið miðað við "að starfsemi hans næði ekki einungis til Eyjafjarðarsvæðisins, heldur einnig til annarra svæða á Norðurlandi, þar með talið til Norðurlands vestra". Það voru reyndar nýjar fréttir fyrir sveitarstjórnarmenn og sveitarstjóra á svæðinu - að ég tali ekki um aðra íbúa. Þegar heimasíða vaxtarsamnings fyrir Eyjafjarðarsvæðið er skoðuð er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að þessi orð ráðherrans séu hrein ósannindi. Ekkert er minnst á önnur svæði en Eyjafjörð en þar stendir hins vegar: "Aðild að Vaxtarsamningi Eyjafjarðar er opin og geta fyrirtæki og félög í Eyjafirði sótt um og gerst aðilar að samningnum". Nafn vaxtarsamningsins eitt og sér varpar ljósi á hvernig staða annarra svæða á Norðurlandi gagnvart Eyjafjarðarsvæðinu er hugsuð: Þau eru ekkert í myndinni. Að sjálfsögðu vinna hagsmunaaðilar á Norðurlandi vestra og á Akureyri saman að þeim málum þar sem það er æskilegt og eðlilegt, eins og t.d. í ferðamálum, starfsemi háskólanna, við heilbrigðisþjónustu og í fleiri málaflokkum. En við uppbyggingu atvinnulífsins að öðru leyti verður ríkisvaldið að axla ábyrgð sína og taka þátt með heimamönnum. Norðurland vestra þarf nauðsynlega á því að halda að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Landbúnaður og sjávarútvegur skipa allt of stóran sess og þetta eru einmitt greinar sem ekki munu taka við fleira fólki í framtíðinni, þvert á móti. Skólagengið fólk á að eiga þess kost að sækja atvinnu á landsbyggðinni jafnt og á stærstu þéttbýlisstöðunum. Reynslan á Norðurlandi vestra sýnir einmitt að keppt er um hvert starf þar sem krafist er menntunar. Það sannar vilja fólks til að búa í friðsæld og nánd við náttúruna. En það er einmitt langoftast fábreytni atvinnulífsins sem hrekur íbúa burt af svæðinu. Í svari sínu við fyrirspurn minni sagði ráðherra m.a.: "Það er hins vegar mikilvægt að sveitarfélögin á viðkomandi svæðum standi sig og að þau hafi eitthvert frumkvæði gagnvart ríkisvaldinu ef þau hafa áhuga á samstarfi við það." Þetta eru skýr skilaboð til sveitarfélaga á svæðinu, þ.e.: Ráðherrann telur þau ekki hafa staðið sig og ekki haft neitt frumkvæði gagnvart ríkinu um samstarf. Þetta er reyndar önnur mynd af starfi sveitarfélaganna en mér er kunn. Ég veit að fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa ítrekað gengið á fund stjórnvalda í Reykjavík, þar með talið ráðherra byggðamála, með ýmiss konar erindi og málaleitanir, óskir um verkefni til vinnslu og kynningar á möguleikum svæðanna. Einnig hefur ráðamönnum, m.a. byggðamálaráðherra, verið boðið að sitja ráðstefnur um atvinnumál og kynningu á hugmyndum. Það er því ekki um að kenna áhugaleysi af þeirra hálfu né skorti á viðleitni. Núverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, sagði fyrir síðustu kosningar að nú væri komin röðin að Norðvesturkjördæmi með aðgerðir í byggðamálum. Annaðhvort má hann sín einskis í glímunni við aðra ráðherra eða hann meinar ekkert með þessum orðum. Þessi ríkisstjórn er ábyrgðarlaus gagnvart landsbyggðinni og skeytir ekki hið minnsta um kjör almennings. Gildir þá einu hvort um er að ræða byggðamálaráðherra eða forsætisráðherra.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun