San Antonio 3 - Denver 1 3. maí 2005 00:01 Liði Denver hefur ekki tekist að færa sér í nyt meiðslum hrjáða og slaka frammistöðu lykilmanna San Antonio í einvígi liðanna. Það var kom því ekki á óvart að Spurs færu með sigur af hólmi í framlengingu í nótt, því þeir fengu góða hjálp frá Tim Duncan og Tony Parker, sem hafa látið afar lítið fyrir sér fara fram að þessu. Tim Duncan skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst, áður en hann fór af velli með 6 villur í framlengingunni, en það var litli maðurinn, Tony Parker sem tók upp þráðinn fyrir hann og leiddi Spurs til sigurs. Liðið á næsta leik á heimavelli og getur gert út um einvígið með sigri. Fjórði leikur liðanna þróaðist á svipaðan hátt og hinir fyrri og mikil barátta og mikið af vítaskotum litu dagsins ljós. Það væsir ekki um Spurs í slíkum leik og Denver liðið er komið ofan í djúpa holu. Þeir þurfa að vinna Spurs þrisvar í röð til að komast áfram. "Strákarnir voru á allan hátt frábærir í dag - þeir gáfust aldrei upp. Við höfum lent í ýmsu í vetur, en lendum alltaf á löppunum og vitum hvað við þurfum að gera til að ná árangri," sagði Duncan eftir leikinn. "Ef við klárum þetta ekki í næsta leik, verðum við að koma aftur hingað (til Denver) og við höfum engan áhuga á því," sagði Manu Ginobili, sem hefur að öðrum ólöstuðum verið besti maðurinn í einvígi liðanna, en áhorfendur bauluðu á hann í hvert sinn sem hann fékk boltann, því þeim þykir sóknarstíll hans bera vott af tuddaskap. "Ég heyrði áhorfendur baula í fyrsta fjórðungi, eftir það var kappið svo mikið að ég heyrði ekki nokkurn skapaðann hlut," sagði Argentínumaðurinn. "Nú er þetta bara orðið eins og í háskólaboltanum. Ef við töpum, þá erum við fallnir úr keppni," sagði George Karl, þjálfari Denver. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 39 stig (14 frák), Tony Parker 29 stig (7 stoðs), Manu Ginobili 24 stig (6 stoðs), Brent Barry 9 stig, Robert Horry 7 stig, Beno Udrih 6 stig, Nazr Mohammed 6 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Denver:Earl Boykins 32 stig (5 stoðs), Carmelo Anthony 28 stig (7 frák, 5 stoðs), Kenyon Martin 12 (6 frák), Marcus Camby 12 stig (8 frák), Andre Miller 11 stig (7 frák), Nene Hilario 7 stig (7 frák), DeMarr Johnson 7 stig. NBA Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Sjá meira
Liði Denver hefur ekki tekist að færa sér í nyt meiðslum hrjáða og slaka frammistöðu lykilmanna San Antonio í einvígi liðanna. Það var kom því ekki á óvart að Spurs færu með sigur af hólmi í framlengingu í nótt, því þeir fengu góða hjálp frá Tim Duncan og Tony Parker, sem hafa látið afar lítið fyrir sér fara fram að þessu. Tim Duncan skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst, áður en hann fór af velli með 6 villur í framlengingunni, en það var litli maðurinn, Tony Parker sem tók upp þráðinn fyrir hann og leiddi Spurs til sigurs. Liðið á næsta leik á heimavelli og getur gert út um einvígið með sigri. Fjórði leikur liðanna þróaðist á svipaðan hátt og hinir fyrri og mikil barátta og mikið af vítaskotum litu dagsins ljós. Það væsir ekki um Spurs í slíkum leik og Denver liðið er komið ofan í djúpa holu. Þeir þurfa að vinna Spurs þrisvar í röð til að komast áfram. "Strákarnir voru á allan hátt frábærir í dag - þeir gáfust aldrei upp. Við höfum lent í ýmsu í vetur, en lendum alltaf á löppunum og vitum hvað við þurfum að gera til að ná árangri," sagði Duncan eftir leikinn. "Ef við klárum þetta ekki í næsta leik, verðum við að koma aftur hingað (til Denver) og við höfum engan áhuga á því," sagði Manu Ginobili, sem hefur að öðrum ólöstuðum verið besti maðurinn í einvígi liðanna, en áhorfendur bauluðu á hann í hvert sinn sem hann fékk boltann, því þeim þykir sóknarstíll hans bera vott af tuddaskap. "Ég heyrði áhorfendur baula í fyrsta fjórðungi, eftir það var kappið svo mikið að ég heyrði ekki nokkurn skapaðann hlut," sagði Argentínumaðurinn. "Nú er þetta bara orðið eins og í háskólaboltanum. Ef við töpum, þá erum við fallnir úr keppni," sagði George Karl, þjálfari Denver. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 39 stig (14 frák), Tony Parker 29 stig (7 stoðs), Manu Ginobili 24 stig (6 stoðs), Brent Barry 9 stig, Robert Horry 7 stig, Beno Udrih 6 stig, Nazr Mohammed 6 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Denver:Earl Boykins 32 stig (5 stoðs), Carmelo Anthony 28 stig (7 frák, 5 stoðs), Kenyon Martin 12 (6 frák), Marcus Camby 12 stig (8 frák), Andre Miller 11 stig (7 frák), Nene Hilario 7 stig (7 frák), DeMarr Johnson 7 stig.
NBA Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Sjá meira