
Sport
Dómari í ævilangt keppnisbann
Þýski knattspyrnudómarinn Robert Hoyser hefur verið dæmdur í ævilangt keppnisbann, eftir að hafa orðið uppvís að því að þyggja mútur í nokkrum knattspyrnuleikjum, en hann er talinn hafa þegið í kring um 67.000 evrur fyrir að hagræða úrslitum leikjanna með dómgæslu sinni. Hoyser var handtekinn í Berlín í febrúar, eftir að hafa sýnt nokkra ansi vafasama dóma í leikjum sínum. Hann viðurkenndi að hafa þegið mútur af króatískum veðhring og hagrætt úrslitum fjögurra leikja.