Viðskipti innlent

Enn barist um vörumerkið Iceland

Enn er barist um notkun orðsins Iceland sem vörumerkis. Breska verslanakeðjan Iceland, sem er í eigu Baugs, hafði boðist til að draga til baka umsókn um einkarétt á skráningu heitisins í löndum Evrópusambandsins, að beiðni íslenskra stjórnvalda. Fleiri umsóknir munu þó liggja fyrir, m.a. umfangsmikil skráning á vörumerkinu í Bretlandi, sem íslensk fyrirtæki telja að geti skaðað þau. Sendinefnd á vegum þessara fyrirtækja, og stjórnvalda, heldur til Bretlands í næsta mánuði til viðræðna við forsvarsmenn Iceland-keðjunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×