Ekki hræddir við Chelsea 25. apríl 2005 00:01 Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, vill að Mílanóborg hljóti uppreisn æru þegar hans menn mæta PSV Eindhoven í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, eftir ólætin sem settu blett á leik liðsins í síðustu umferð. Rafael Benitez hjá Liverpool segir sína menn klára í slaginn annað kvöld og segir þá ekki hrædda við Chelsea. Milan eygir úrslitaleikinn "Við höfum þegar náð því takmarki að vera á meðal fjögurra bestu liða Evrópu og höfum slegið út frábær lið eins og Manchester United og Inter á leið okkar þangað, svo við erum nokkuð sáttir við leiktíðina," sagði Ancelotti í samtali við heimasíðu AC Milan, en liðið er einnig í harðri toppbaráttu í deildakeppninni heima fyrir. Margir leikmanna Milan virðast vera farnir að hugsa til úrslitaleiksins, en brasilíski varnarmaðurinn Cafú hefur varað sína menn harðlega við að vanmeta hollenska liðið, sem hefur náð frábærum árangri í vetur. "Við erum enn minnugir leikjanna við Deportivo í fyrra, þar sem við féllum úr keppni eftir að vinna fyrri leikinn 4-1, svo að menn vita að það þýðir ekkert að vanmeta andstæðinga sína í þessari keppni," sagði bakvörðurinn sterki. Ekki hræddir við Chelsea Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er hóflega bjartsýnn fyrir undanúrslitaleikinn við Chelsea annað kvöld og segist gera sér grein fyrir að það verði gríðarlega erfiður leikur. "Við höfum náð lengra en flestir spáðu í þessari keppni, en ég held að sjálfstraust leikmanna minna sé í fínu lagi eftir að við lögðum Juventus. Við gerum okkur ljóst að leikurinn við Chelsea verður mjög erfiður af þeirri einföldu staðreynd að þar er á ferð eitt besta lið í heiminum. Við erum hins vegar ekkert hræddir," sagði Benitez, en hin getspaka eiginkona hans er sögð vera búin að spá því að Liverpool vinni Meistaradeildina í ár. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Sjá meira
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, vill að Mílanóborg hljóti uppreisn æru þegar hans menn mæta PSV Eindhoven í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, eftir ólætin sem settu blett á leik liðsins í síðustu umferð. Rafael Benitez hjá Liverpool segir sína menn klára í slaginn annað kvöld og segir þá ekki hrædda við Chelsea. Milan eygir úrslitaleikinn "Við höfum þegar náð því takmarki að vera á meðal fjögurra bestu liða Evrópu og höfum slegið út frábær lið eins og Manchester United og Inter á leið okkar þangað, svo við erum nokkuð sáttir við leiktíðina," sagði Ancelotti í samtali við heimasíðu AC Milan, en liðið er einnig í harðri toppbaráttu í deildakeppninni heima fyrir. Margir leikmanna Milan virðast vera farnir að hugsa til úrslitaleiksins, en brasilíski varnarmaðurinn Cafú hefur varað sína menn harðlega við að vanmeta hollenska liðið, sem hefur náð frábærum árangri í vetur. "Við erum enn minnugir leikjanna við Deportivo í fyrra, þar sem við féllum úr keppni eftir að vinna fyrri leikinn 4-1, svo að menn vita að það þýðir ekkert að vanmeta andstæðinga sína í þessari keppni," sagði bakvörðurinn sterki. Ekki hræddir við Chelsea Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er hóflega bjartsýnn fyrir undanúrslitaleikinn við Chelsea annað kvöld og segist gera sér grein fyrir að það verði gríðarlega erfiður leikur. "Við höfum náð lengra en flestir spáðu í þessari keppni, en ég held að sjálfstraust leikmanna minna sé í fínu lagi eftir að við lögðum Juventus. Við gerum okkur ljóst að leikurinn við Chelsea verður mjög erfiður af þeirri einföldu staðreynd að þar er á ferð eitt besta lið í heiminum. Við erum hins vegar ekkert hræddir," sagði Benitez, en hin getspaka eiginkona hans er sögð vera búin að spá því að Liverpool vinni Meistaradeildina í ár.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Sjá meira