Viðskipti innlent

Dregur úr hækkun íbúðaverðs

Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,4% milli febrúar og mars samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Næstu mánuði á undan mældist meiri hækkun á milli mánaða, um eða yfir 5% þegar litið er til janúar og febrúar á þessu ári. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka. Verðþróunin milli febrúar og mars gefur vísbendingu um að það sé að hægja á verðhækkunum íbúðarhúsnæðis að sögn bankans. Engu að síður sé 2,4% hækkun á milli mánaða mikil hækkun og umfram það sem verð íbúðarhúsnæðis hækkaði um að meðaltali á síðastliðnu ári, svo dæmi sé tekið. Einnig kemur fram að hækkunin á höfuðborgarsvæðinu virðist fremur vera utan Reykjavíkur. Yfir tólf mánaða tímabil nemur hækkunin 32,2% sem er óbreytt frá í febrúar. Þetta er mikil hækkun samkvæmt Íslandsbanka, hvort sem hún sé skoðuð í sögulegu eða alþjóðlegu ljósi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×