Boðin aðstoð gegn streitu 18. apríl 2005 00:01 "Þetta er stór vinnustaður og margar starfseiningar," sagði Oddur Gunnarsson lögmaður á skrifstofu starfsmannamála á LSH. "Við vitum að því miður koma aðstæður annað slagið vegna mönnunar, þar sem fólki líður illa vegna álags. Þá er það stjórnenda að bregðast við og reyna að jafna álagið. Það hefur enginn hagsmuni af því að yfirkeyra starfsemina". Forystumenn stéttarfélaga hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sjúkraliða á LSH segja starfsfólk á LSH kvarta undan miklu vinnuálagi. Oddur sagði, að sparnaaðraðgerðir á síðasta ári hefðu að hluta beinst að því að minnka yfirvinnu. Sums staðar kæmu þær þannig út að fólk þyrfti að leggja meira á sig en áður. Sú aðstaða kæmi upp á sjúkrastofnunum, að þær væru komnar yfir á fjárlögum. Krafa kæmi frá yfirvöldum um að lækka kostnað. Stjórnendur LSH væru í þeim sporum að þeir þyrftu að bregðast við henni. Með því að halda sama þjónustustigi væri hætt við að sparnaðaraðgerðirnar gætu leitt til aukins álags á starfsmenn. Landspítalinn hefði ekki haft sömu möguleika á að draga úr þjónustu eins og ýmsar aðrar stofnanir. Samdráttur í starfsemi hjá öðrum stofnunum í heilbrigðiskerfinu kynnu að leiða til aukins álags á LSH sem væri yfirleitt endastöðin í heilbrigðiskerfinu. Á spítalanum væri starfsmönnum og yfirmönnum nú boðin þjónusta til að aðstoða þar sem álag og streita hrjáði fólk og gæti truflað eðlilega starfsemi. Á árinu 2003 hefði tekið til starfa stuðnings- og ráðgjafateymi, sem tæki á málum sem upp kynnu að koma hjá einstökum starfsmönnum og rekstrareiningum. Í teyminu væru sálfræðingar, félagsráðgjafar, prestar, hjúkrunarfræðingar og geðlæknir. Síðan væri allt frá árinu 2000 starfandi deild heilsu, öryggis og vinnuumhverfis á skrifstofu starfsmannamála LSH sem sinnti málum er varðaði líðan starfsmanna. Eitt meginmarkmið þeirrar deildar væri að stuðla að öryggi, vellíðan og ánægju í starfi. "Það hafa verið tekin markviss skref að hálfu spítalans til að aðstoða fólk til að reyna að mæta auknum kröfum til heilbrigðisstarfsfólks um að sinna sjúklingum sem eru veikari nú en áður vegna skemmri legutíma," sagði Oddur "svo og aukinni vöktun samfélagsins á hugsanlegum mistökum þessarra stétta í starfi." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira
"Þetta er stór vinnustaður og margar starfseiningar," sagði Oddur Gunnarsson lögmaður á skrifstofu starfsmannamála á LSH. "Við vitum að því miður koma aðstæður annað slagið vegna mönnunar, þar sem fólki líður illa vegna álags. Þá er það stjórnenda að bregðast við og reyna að jafna álagið. Það hefur enginn hagsmuni af því að yfirkeyra starfsemina". Forystumenn stéttarfélaga hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sjúkraliða á LSH segja starfsfólk á LSH kvarta undan miklu vinnuálagi. Oddur sagði, að sparnaaðraðgerðir á síðasta ári hefðu að hluta beinst að því að minnka yfirvinnu. Sums staðar kæmu þær þannig út að fólk þyrfti að leggja meira á sig en áður. Sú aðstaða kæmi upp á sjúkrastofnunum, að þær væru komnar yfir á fjárlögum. Krafa kæmi frá yfirvöldum um að lækka kostnað. Stjórnendur LSH væru í þeim sporum að þeir þyrftu að bregðast við henni. Með því að halda sama þjónustustigi væri hætt við að sparnaðaraðgerðirnar gætu leitt til aukins álags á starfsmenn. Landspítalinn hefði ekki haft sömu möguleika á að draga úr þjónustu eins og ýmsar aðrar stofnanir. Samdráttur í starfsemi hjá öðrum stofnunum í heilbrigðiskerfinu kynnu að leiða til aukins álags á LSH sem væri yfirleitt endastöðin í heilbrigðiskerfinu. Á spítalanum væri starfsmönnum og yfirmönnum nú boðin þjónusta til að aðstoða þar sem álag og streita hrjáði fólk og gæti truflað eðlilega starfsemi. Á árinu 2003 hefði tekið til starfa stuðnings- og ráðgjafateymi, sem tæki á málum sem upp kynnu að koma hjá einstökum starfsmönnum og rekstrareiningum. Í teyminu væru sálfræðingar, félagsráðgjafar, prestar, hjúkrunarfræðingar og geðlæknir. Síðan væri allt frá árinu 2000 starfandi deild heilsu, öryggis og vinnuumhverfis á skrifstofu starfsmannamála LSH sem sinnti málum er varðaði líðan starfsmanna. Eitt meginmarkmið þeirrar deildar væri að stuðla að öryggi, vellíðan og ánægju í starfi. "Það hafa verið tekin markviss skref að hálfu spítalans til að aðstoða fólk til að reyna að mæta auknum kröfum til heilbrigðisstarfsfólks um að sinna sjúklingum sem eru veikari nú en áður vegna skemmri legutíma," sagði Oddur "svo og aukinni vöktun samfélagsins á hugsanlegum mistökum þessarra stétta í starfi."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira