Viðskipti innlent

Vísitalan hefur hækkað um 4,3%

Vísitala neysluverðs í apríl hækkaði um 0,21% frá fyrra mánuði og munaði þar lang mest um hækkun húsnæðis um tæp 4% og hækkun á fatnaði um tæp 3% þar sem útsölur eru búnar. Verð á dagvöru lækkaði um 2,5% sem að mestu má líklega rekja til verðstríðs stórmarkaðanna en lækkanir vegna þess eru nú að mestu gengnar til baka. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og undanfarna þrjá mánuði um 1,2% sem jafngildir hátt í fimm prósenta verðbólgu á einu ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×