Kallaður í hópinn hjá Liverpool 12. apríl 2005 00:01 Franski framherjinn Djibril Cisse hefur mjög óvænt verið kallaður inn í leikmannahóp Liverpool fyrir síðari leik liðsins við Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eins og kunnugt er fótbrotnaði Cisse illa í leik gegn Blackburn í október og það var ekki fyrr en fyrir tveimur vikum sem hann hóf að sparka í bolta á ný. "Hann mun ekki byrja leikinn en það gæti verið að við notum hann síðustu 20 mínúturnar eða svo. Hann sagðist fyrst vera tilbúinn fyrir tveimur vikum en við vildum vera alveg vissir áður en við völdum hann í hópinn," segir Rafael Benitez, sem mun ekki geta stillt upp Steven Gerrard í sínu liði í kvöld vegna smávægilegra meiðsla fyrirliðans. Talið er líklegt að Xabi Alonso verði settur beint í byrjunarliðið í stað Gerrards eftir þriggja mánaða hliðarlegu vegna meiðsla. "Mér líður ömurlega," segir Gerrard sem lýsir leiknum sem þeim stærsta sem hann hefur misst af með Liverpool. Hann ferðaðist ekki með liðinu til Tórínó-borgar á mánudag. "Ég verð heima í sjúkrameðferð en mun horfa á leikinn í sjónvarpinu. Ég þoli það ekki. Þetta verður eins og á HM 2002 þegar ég þurfti að sitja heima alla keppnina. Ömurlegt," segir Gerrard. Fabio Capello hjá Juventus segir að lykillinn að því að sitt lið komist áfram sé þolinmæði. "Við þurfum að vera skynsamir og megum ekki flýta okkur um of að skora. Liverpool er stórhættulegt í skyndisóknum sínum og við verðum að koma í veg fyrir þær," segir Capello, sem mun verða án David Trezeguet sem er meiddur. Pavel Nedved segist hafa lært mikið af fyrri leiknum gegn Liverpool og horfði auk þess á leik þeirra gegn Man.City í Englandi um helgina. "Nú veit ég að það má aldrei gleyma sér gegn Liverpool. Þá refsar liðið manni," segir Nedved. Leikur Liverpool og Juventus verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Sýn kl. 18:45 í kvöld og strax að honum loknum verður sýnt frá hinum leik kvöldsins, viðureign PSV og Lyon. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Jafnaði heimsmetafjölda Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Sjá meira
Franski framherjinn Djibril Cisse hefur mjög óvænt verið kallaður inn í leikmannahóp Liverpool fyrir síðari leik liðsins við Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eins og kunnugt er fótbrotnaði Cisse illa í leik gegn Blackburn í október og það var ekki fyrr en fyrir tveimur vikum sem hann hóf að sparka í bolta á ný. "Hann mun ekki byrja leikinn en það gæti verið að við notum hann síðustu 20 mínúturnar eða svo. Hann sagðist fyrst vera tilbúinn fyrir tveimur vikum en við vildum vera alveg vissir áður en við völdum hann í hópinn," segir Rafael Benitez, sem mun ekki geta stillt upp Steven Gerrard í sínu liði í kvöld vegna smávægilegra meiðsla fyrirliðans. Talið er líklegt að Xabi Alonso verði settur beint í byrjunarliðið í stað Gerrards eftir þriggja mánaða hliðarlegu vegna meiðsla. "Mér líður ömurlega," segir Gerrard sem lýsir leiknum sem þeim stærsta sem hann hefur misst af með Liverpool. Hann ferðaðist ekki með liðinu til Tórínó-borgar á mánudag. "Ég verð heima í sjúkrameðferð en mun horfa á leikinn í sjónvarpinu. Ég þoli það ekki. Þetta verður eins og á HM 2002 þegar ég þurfti að sitja heima alla keppnina. Ömurlegt," segir Gerrard. Fabio Capello hjá Juventus segir að lykillinn að því að sitt lið komist áfram sé þolinmæði. "Við þurfum að vera skynsamir og megum ekki flýta okkur um of að skora. Liverpool er stórhættulegt í skyndisóknum sínum og við verðum að koma í veg fyrir þær," segir Capello, sem mun verða án David Trezeguet sem er meiddur. Pavel Nedved segist hafa lært mikið af fyrri leiknum gegn Liverpool og horfði auk þess á leik þeirra gegn Man.City í Englandi um helgina. "Nú veit ég að það má aldrei gleyma sér gegn Liverpool. Þá refsar liðið manni," segir Nedved. Leikur Liverpool og Juventus verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Sýn kl. 18:45 í kvöld og strax að honum loknum verður sýnt frá hinum leik kvöldsins, viðureign PSV og Lyon.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Jafnaði heimsmetafjölda Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Sjá meira