Viðskipti innlent

Minna um íbúðarkaup

Dregið hefur úr áhuga almennings á íbúðarkaupum frá því um áramót, samkvæmt nýrri könnun Gallups á væntingarvísitölu. Greiningardeild Íslandsbanka telur að ef til vill sé tímabundin mettun að eiga sér stað eftir mikil viðskipti að undanförnu og líklegt sé að að verðhækkun á íbúðarhúsnæði dragi úr áhuga á kaupum. Þá hefur hægt á uppgreiðslu óhagstæðra íbúðalána og telur greiningardeild Landsbankans að jafnvægi náist brátt á íbúðalánamarkaðnum. Hvorugur bankinn spáir í verðþróun á íbúðarhúsnæði í ljósi þessa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×