Viðskipti innlent

Kannar starfslokasamning

Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir upplýsingum um samninga sem fyrrverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins gerði við Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóra sjóðsins, árið 2002. Þeir kostuðu sjóðinn 43 milljónir króna þegar Jóhannes var látinn hætta í síðasta mánuði. Jóhannes var látinn hætta í ljósi slakrar afkomu sjóðsins og kom þá starfslokasamningurinn í ljós, en fyrrverandi formaður og varaformaður sjóðsins höfðu gert hann við framkvæmdastjórann. Félag járniðnaðarmanna hefur gagnrýnt viðaukann í ráðningarsamningi framkvæmdastjórans harðlega og telur eðlilegt að Fjármálaeftirlitið kanni réttmæti hans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×