Rosicky til Tottenham?

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur áhuga á að fá tékkneska leikstjórnandann Tomas Rosicky frá Dortmund, en það staðfesti talsmaður Dortmund, Michael Zorc, í dag. Mikill hugur er í stjórnarmönnum Tottenham og eru menn þar á bæ tilbúnir að ganga ansi langt til að koma liðinu aftur á meðal þeirra bestu. Hinn 24-ára gamli Rosicky mun líklega fara frá Dortmund í sumar, en Dortmund þarf að selja sínar helstu stjörnur til að losna úr skuldafeninu sem félagið er sokkið í. Rosicky hefur áður verið orðaður við lið á borð við Liverpool og Porto.