Átök S-hópsins og Björgólfsfeðga 7. mars 2005 00:01 Langþráður draumur eigenda SH um sameiningu fisksölufyrirtækja á Ameríkumarkaði varð að veruleika með sameiningu SH og Sjóvíkur. Sjóvík keypti söluhluta SÍF í Ameríku síðastliðið haust, en margar tilraunir höfðu verið gerðar til sameiningar SÍF og SH. Til hliðar við þessi viðskipti eignaðist fjárfestingarfélagið Grettir, sem var í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar og Landsbankans, 34 prósenta hlut í Keri, sem er stærsti eigandi Samskipa og Olíufélagsins Essó. Auk þess er Ker stærsti hluthafi Eglu, sem á níu prósenta eignarhlut í KB banka. Stærstu eigendur Sjóvíkur eru Nordica Partners og Sund, sem er eignarhaldsfélag fjölskyldu Óla í Olís. Nordica Partners er meðal annars í eigu Gísla Reynissonar, kaupsýslumanns Riga í Lettlandi, og Jóns Þórs Hjaltasonar, viðskiptafélaga Ólafs Ólafssonar, stærsta eiganda Kers. Eftir viðskiptin ráða þessir aðilar 47 prósenta hlut í Gretti og eru stærstu hluthafarnir. Grettir á einnig sextán prósenta hlut í Straumi fjárfestingarbanka og benda viðskiptin nú til þess að áhugi Landsbankans á að ná tökum á Íslandsbanka í gegnum Straum kunni að hafa minnkað. Stærstu eigendur Kers, þeir Ólafur Ólafsson og Kristján Loftsson, eru allt annað en ánægðir með þessi málalok. Með þessum viðskiptum skiptu eigendur Sjóvíkur um lið og Kristján Loftsson, stjórnarformaður Kers, segir að þeir hafi gengið gegn munnlegu samkomulagi um forkaupsrétt hluthafa Kers. "Ég tel að þetta hafi verið lengi í undirbúningi. Á stjórnarfundum í Keri gengu á milli manna tillögur um útfærslu á forkaupsréttarákvæðum og óánægja með orðalag kom í veg fyrir að frá tillögunum væri gengið á aðalfundi." Hann telur því að fyrrverandi viðskiptafélagar hafi gengið gegn munnlegu samkomulagi með því að selja Gretti bréf sín án þess að bjóða bréfin núverandi hluthöfum til kaups. Barátta skipafélaga Samkvæmt heimildum voru eigendur SH, með Landsbankann í broddi fylkingar, afar áfjáðir í sameininguna við Sjóvík og hyggja á frekari sókn og sameiningar í Kanada í kjölfarið. Þeim var því mikið í mun að landa þessari sameiningu. Sjóvíkurmenn settu söluna á hlutunum í Keri á dagskrá og seldu þau bréf dýrt. Eigendur Grettis eru flís í auga ráðandi hluthafa í Keri og Grettismenn veðja á að þeir verði keyptir út með leiðindaálagi. Orðrómur er einnig á kreiki um að menn hafi haft hug á að kaupa hlut Kristjáns Loftssonar einni, en við það hefði staða Ólafs Ólafssonar verið orðin þröng. Kristján á sautján prósenta hlut í Keri en Ólafur 41 prósent. Þeir standa hins vegar saman og ráða félaginu. Þeir geta því beðið með að kaupa Gretti út úr félaginu, þótt þeir séu ekki áfjáðir í félagsskapinn. Að tjaldabaki þessara viðskipta liggja einnig ríkir hagsmunir í flutningastarfsemni. Samskip hafa verið að sækja í sig veðrið í samningum við innflutningsfyrirtæki, eins og Haga, en Eimskip náði samningum um flutninga Samherja. Þeir sem gleggst þekkja telja að Eimskip sé eins og staðan er nú með betra jafnvægi í nýtingu skipa í inn- og útflutningi. Á móti hefur Samskip byggt hratt upp erlendan rekstur og er félagið komið mun lengra á þeim vettvangi. Litlir kærleikar hafa verið milli félaganna og við þau viðskipti sem nú eru að baki munu átökin harðna. Ólafur og Kristján ráða yfir Keri og munu ekki gefa það eftir. Nú hefst störukeppni í félaginu þangað til semst um að kaupa Gretti út úr félaginu. Eigendur Sjóvíkur hafa átt langt samstarf við Ólaf Ólafsson í viðskiptum en hafa nú skipt um lið. Líklegt er að rykið verði að setjast áður en menn taka til við að leysa úr núverandi stöðu. Ólafur Ólafsson hefur marga fjöruna sopið í viðskiptum og er vanur að bíta frá sér. Ýmislegt á eflaust eftir að ganga á í baráttu Ólafs og Björgólfsfeðga á næstu mánuðum. Ólafur sneri á bankana þegar reynt var að sameina SH og SÍF og er í viðskiptalífinu talinn hafa að minnsta kosti einu lífi meira en kötturinn. Hagsmunir Ólafs og SH fara saman að einhverju leyti því SÍF á fjögurra prósenta hlut í SH eftir sameiningu við Sjóvík. Hin hliðin á þessum viðskiptum er svo framtíðaruppbygging í fisksölu í Ameríku og Asíu. Þar eru spennandi sóknarfæri með sameiningunni sem vonandi verða enn að bera ávöxt löngu eftir að átökin á milli eigenda Eimskipafélagsins og Samskipa verða gleymd. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Langþráður draumur eigenda SH um sameiningu fisksölufyrirtækja á Ameríkumarkaði varð að veruleika með sameiningu SH og Sjóvíkur. Sjóvík keypti söluhluta SÍF í Ameríku síðastliðið haust, en margar tilraunir höfðu verið gerðar til sameiningar SÍF og SH. Til hliðar við þessi viðskipti eignaðist fjárfestingarfélagið Grettir, sem var í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar og Landsbankans, 34 prósenta hlut í Keri, sem er stærsti eigandi Samskipa og Olíufélagsins Essó. Auk þess er Ker stærsti hluthafi Eglu, sem á níu prósenta eignarhlut í KB banka. Stærstu eigendur Sjóvíkur eru Nordica Partners og Sund, sem er eignarhaldsfélag fjölskyldu Óla í Olís. Nordica Partners er meðal annars í eigu Gísla Reynissonar, kaupsýslumanns Riga í Lettlandi, og Jóns Þórs Hjaltasonar, viðskiptafélaga Ólafs Ólafssonar, stærsta eiganda Kers. Eftir viðskiptin ráða þessir aðilar 47 prósenta hlut í Gretti og eru stærstu hluthafarnir. Grettir á einnig sextán prósenta hlut í Straumi fjárfestingarbanka og benda viðskiptin nú til þess að áhugi Landsbankans á að ná tökum á Íslandsbanka í gegnum Straum kunni að hafa minnkað. Stærstu eigendur Kers, þeir Ólafur Ólafsson og Kristján Loftsson, eru allt annað en ánægðir með þessi málalok. Með þessum viðskiptum skiptu eigendur Sjóvíkur um lið og Kristján Loftsson, stjórnarformaður Kers, segir að þeir hafi gengið gegn munnlegu samkomulagi um forkaupsrétt hluthafa Kers. "Ég tel að þetta hafi verið lengi í undirbúningi. Á stjórnarfundum í Keri gengu á milli manna tillögur um útfærslu á forkaupsréttarákvæðum og óánægja með orðalag kom í veg fyrir að frá tillögunum væri gengið á aðalfundi." Hann telur því að fyrrverandi viðskiptafélagar hafi gengið gegn munnlegu samkomulagi með því að selja Gretti bréf sín án þess að bjóða bréfin núverandi hluthöfum til kaups. Barátta skipafélaga Samkvæmt heimildum voru eigendur SH, með Landsbankann í broddi fylkingar, afar áfjáðir í sameininguna við Sjóvík og hyggja á frekari sókn og sameiningar í Kanada í kjölfarið. Þeim var því mikið í mun að landa þessari sameiningu. Sjóvíkurmenn settu söluna á hlutunum í Keri á dagskrá og seldu þau bréf dýrt. Eigendur Grettis eru flís í auga ráðandi hluthafa í Keri og Grettismenn veðja á að þeir verði keyptir út með leiðindaálagi. Orðrómur er einnig á kreiki um að menn hafi haft hug á að kaupa hlut Kristjáns Loftssonar einni, en við það hefði staða Ólafs Ólafssonar verið orðin þröng. Kristján á sautján prósenta hlut í Keri en Ólafur 41 prósent. Þeir standa hins vegar saman og ráða félaginu. Þeir geta því beðið með að kaupa Gretti út úr félaginu, þótt þeir séu ekki áfjáðir í félagsskapinn. Að tjaldabaki þessara viðskipta liggja einnig ríkir hagsmunir í flutningastarfsemni. Samskip hafa verið að sækja í sig veðrið í samningum við innflutningsfyrirtæki, eins og Haga, en Eimskip náði samningum um flutninga Samherja. Þeir sem gleggst þekkja telja að Eimskip sé eins og staðan er nú með betra jafnvægi í nýtingu skipa í inn- og útflutningi. Á móti hefur Samskip byggt hratt upp erlendan rekstur og er félagið komið mun lengra á þeim vettvangi. Litlir kærleikar hafa verið milli félaganna og við þau viðskipti sem nú eru að baki munu átökin harðna. Ólafur og Kristján ráða yfir Keri og munu ekki gefa það eftir. Nú hefst störukeppni í félaginu þangað til semst um að kaupa Gretti út úr félaginu. Eigendur Sjóvíkur hafa átt langt samstarf við Ólaf Ólafsson í viðskiptum en hafa nú skipt um lið. Líklegt er að rykið verði að setjast áður en menn taka til við að leysa úr núverandi stöðu. Ólafur Ólafsson hefur marga fjöruna sopið í viðskiptum og er vanur að bíta frá sér. Ýmislegt á eflaust eftir að ganga á í baráttu Ólafs og Björgólfsfeðga á næstu mánuðum. Ólafur sneri á bankana þegar reynt var að sameina SH og SÍF og er í viðskiptalífinu talinn hafa að minnsta kosti einu lífi meira en kötturinn. Hagsmunir Ólafs og SH fara saman að einhverju leyti því SÍF á fjögurra prósenta hlut í SH eftir sameiningu við Sjóvík. Hin hliðin á þessum viðskiptum er svo framtíðaruppbygging í fisksölu í Ameríku og Asíu. Þar eru spennandi sóknarfæri með sameiningunni sem vonandi verða enn að bera ávöxt löngu eftir að átökin á milli eigenda Eimskipafélagsins og Samskipa verða gleymd.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent