Actavis hagnast um 5 milljarða 21. febrúar 2005 00:01 Hagnaður Actavis í fyrra var minni en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og framlegð af rekstrinum var umtalsvert minni en gert hafði verið ráð fyrir. Hagnaður Actavis var 62,7 milljónir evra. Það samsvarar ríflega fimm miljörðum króna. Rekstrartekjur Actavis-samstæðunnar jukust um 43 prósent á milli áranna 2003 og 2004. Að sögn Róberts Wessmann, forstjóra Actavis, er vöxtur félagsins meiri en nánast allra annarra félaga sem eru í sambærilegum rekstri á alþjóðlegum markaði. Áfram má gera ráð fyrir vexti í starfsemi Actavis og er meðal annars horft til Bandaríkjamarkaðs, sem er stærsti lyfjamarkaður heims. "Við höfum varið töluverðum tíma í að skoða Bandaríkin og viljum fara að sjá tekjur af okkar eigin lyfjum á þeim markaði árið 2006," segir Róbert. Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Landsbankans, segir að framlegðin af rektrinum (EBITDA-framlegð) sé töluvert lægri en spáð hafi verið. Hún segir að þetta megi meðal annars skýra með því að vöxtur í sölu lyfja undir vörumerki Actavis hafi verið meiri en hún hafði gert ráð fyrir en vöxturinn í sölu til þriðja aðila hafi verið minni. Með sölu til þriðja aðila er átt við að Actavis framleiðir lyf sem seld eru undir merkjum annarra fyrirtækja. Framlegðin af þeirri starfsemi er hærri en af sölu undir eigin merkjum. Guðmunda segir einnig að kostnaður við sölu- og markaðsstarf hjá fyrirtækinu hafi vaxið hraðar en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Róbert segir að framlegðin af rekstrinum á fjórða ársfjórðungi sé lægri en ella sökum þess að þá hafi fallið til nokkrir óreglulegir gjaldaliðir. Annars vegar hafi þurft að afskrifa mikið magn birgða í Danmörku og hins vegar hafi fallið til kostnaður vegna breytinga á afsláttarkerfum í lyfsölu í Tyrklandi. "Markaðskostnaður er að fara töluvert upp á milli ára út af Tyrklandi. Við settum einnig mikið i markaðssetingu í markaðssetning í Rússlandi þar sem við erum að auglýsa mikið í sjónvarpi," segir Róbert. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Sjá meira
Hagnaður Actavis í fyrra var minni en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og framlegð af rekstrinum var umtalsvert minni en gert hafði verið ráð fyrir. Hagnaður Actavis var 62,7 milljónir evra. Það samsvarar ríflega fimm miljörðum króna. Rekstrartekjur Actavis-samstæðunnar jukust um 43 prósent á milli áranna 2003 og 2004. Að sögn Róberts Wessmann, forstjóra Actavis, er vöxtur félagsins meiri en nánast allra annarra félaga sem eru í sambærilegum rekstri á alþjóðlegum markaði. Áfram má gera ráð fyrir vexti í starfsemi Actavis og er meðal annars horft til Bandaríkjamarkaðs, sem er stærsti lyfjamarkaður heims. "Við höfum varið töluverðum tíma í að skoða Bandaríkin og viljum fara að sjá tekjur af okkar eigin lyfjum á þeim markaði árið 2006," segir Róbert. Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Landsbankans, segir að framlegðin af rektrinum (EBITDA-framlegð) sé töluvert lægri en spáð hafi verið. Hún segir að þetta megi meðal annars skýra með því að vöxtur í sölu lyfja undir vörumerki Actavis hafi verið meiri en hún hafði gert ráð fyrir en vöxturinn í sölu til þriðja aðila hafi verið minni. Með sölu til þriðja aðila er átt við að Actavis framleiðir lyf sem seld eru undir merkjum annarra fyrirtækja. Framlegðin af þeirri starfsemi er hærri en af sölu undir eigin merkjum. Guðmunda segir einnig að kostnaður við sölu- og markaðsstarf hjá fyrirtækinu hafi vaxið hraðar en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Róbert segir að framlegðin af rekstrinum á fjórða ársfjórðungi sé lægri en ella sökum þess að þá hafi fallið til nokkrir óreglulegir gjaldaliðir. Annars vegar hafi þurft að afskrifa mikið magn birgða í Danmörku og hins vegar hafi fallið til kostnaður vegna breytinga á afsláttarkerfum í lyfsölu í Tyrklandi. "Markaðskostnaður er að fara töluvert upp á milli ára út af Tyrklandi. Við settum einnig mikið i markaðssetingu í markaðssetning í Rússlandi þar sem við erum að auglýsa mikið í sjónvarpi," segir Róbert.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Sjá meira