Stórt skref stigið á Alþingi 16. febrúar 2005 00:01 Stórt skref var í dag stigið í átt að bættum réttindum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur um að foreldrar gætu fengið greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði til að sinna veikum börnum. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Félagsmálaráðherra boðaði miklar breytingar á högum foreldra langveikra barna þegar hann svaraði fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í dag um rétt foreldra langveikra barna. Þessi hópur fólks hefur hingað til einungis átt rétt á 7 til 10 fjarvistardögum á ári frá vinnu en ráðherrann kynnti nýjar tillögur sem hann kynnti í ríkisstjórn í gær. Lagt verður til við Alþingi að foreldrarnir eigi rétt á greiðslu í allt að þrjá mánuði þegar börn veikjast alvarlega eða greinast með alvarlega fötlun. Gengið er út frá að greiðslurnar nemi um 90 þúsund krónum á mánuði. Ráðherra sagði að gert væri ráð fyrir að kerfið tæki gildi í áföngum á þremur árum. Ráðherra sagði tölur sýna að um 40 börn veiktust mjög alvarlega eða greindust með mjög alvarlega fötlun á hverju ári. Gagnvart foreldrum þessara barna á að ganga enn lengra og mun félagsmálaráðherra leggja til við Alþingi að þeir eigi rétt á fyrrnefndum greiðslum í allt að níu mánuði. Ráðherra sagði að áhersla yrði lögð á að ríkissjóður myndi jafnframt þessu greiða launatengd gjöld ofan á greiðslur foreldra þannig að foreldrar haldi áfram uppsöfnun lífeyrisréttinda og annarra réttinda. Hann sagðist ekki útiloka að réttarstaða foreldra langveikra barna yrði efld enn frekar á næstu árum. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni að hann stefndi að því að leggja frumvarp þessa efnis fyrir þegar á vorþingi og fá það samþykkt fyrir sumarfrí. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Meðal þeirra sem stigu í pontu og þökkuðu fyrir frumvarpið og lýstu yfir tímamótum í málinu voru Margrét Frímannsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir frá Samfylkingunni og Hjálmar Árnason hjá Framsóknarflokknum. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Stórt skref var í dag stigið í átt að bættum réttindum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur um að foreldrar gætu fengið greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði til að sinna veikum börnum. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Félagsmálaráðherra boðaði miklar breytingar á högum foreldra langveikra barna þegar hann svaraði fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í dag um rétt foreldra langveikra barna. Þessi hópur fólks hefur hingað til einungis átt rétt á 7 til 10 fjarvistardögum á ári frá vinnu en ráðherrann kynnti nýjar tillögur sem hann kynnti í ríkisstjórn í gær. Lagt verður til við Alþingi að foreldrarnir eigi rétt á greiðslu í allt að þrjá mánuði þegar börn veikjast alvarlega eða greinast með alvarlega fötlun. Gengið er út frá að greiðslurnar nemi um 90 þúsund krónum á mánuði. Ráðherra sagði að gert væri ráð fyrir að kerfið tæki gildi í áföngum á þremur árum. Ráðherra sagði tölur sýna að um 40 börn veiktust mjög alvarlega eða greindust með mjög alvarlega fötlun á hverju ári. Gagnvart foreldrum þessara barna á að ganga enn lengra og mun félagsmálaráðherra leggja til við Alþingi að þeir eigi rétt á fyrrnefndum greiðslum í allt að níu mánuði. Ráðherra sagði að áhersla yrði lögð á að ríkissjóður myndi jafnframt þessu greiða launatengd gjöld ofan á greiðslur foreldra þannig að foreldrar haldi áfram uppsöfnun lífeyrisréttinda og annarra réttinda. Hann sagðist ekki útiloka að réttarstaða foreldra langveikra barna yrði efld enn frekar á næstu árum. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni að hann stefndi að því að leggja frumvarp þessa efnis fyrir þegar á vorþingi og fá það samþykkt fyrir sumarfrí. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Meðal þeirra sem stigu í pontu og þökkuðu fyrir frumvarpið og lýstu yfir tímamótum í málinu voru Margrét Frímannsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir frá Samfylkingunni og Hjálmar Árnason hjá Framsóknarflokknum.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira