Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2024 20:06 Guðmundur Magnússon, íbúi í Garðinum í Suðurnesjabæ, sem er með stórt gönguverkefni í gangi í Garðskagavita, sem tekur hann eitt ár að klára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur Magnússon íbúi í Garðinum í Suðurnesjabæ kallar ekki allt ömmu sína því hann ætlar að ganga upp og niður tröppurnar Garðskagavita í 365 daga, eða í heilt ár, á annað hundrað tröppur í hverri ferð. Guðmundur er fæddur og uppalinn í Garðinum þriggja barna faðir. Hann gengur oftast upp og niður vitann síðdegis en með því er hann að safna áheitum fyrir Píeta samtökin. Með stigagöngunni vill hann vekja athygli á auknum geðvanda á Íslandi, ekki síst á meðal barna og unglinga. „Málið er að fólk, sem er með mikla vanlíðan það á það til að einangra sig og það var önnur hugmyndin með þessu verkefni, það var það að ég er búin að gefa það út að fara á hverjum degi á þessu tímabili, þá get ég ekki sleppt því sama hvað bjátar á og það er stundum erfitt að hafa sig út úr húsi fyrir marga veit ég,” segir Guðmundur. Tröppurnar eru á annað hundrað og Guðmundur segir ekki erfitt fyrir ungan mann að þramma þær upp og niður og það sé alltaf auðveldara með hverjum degi en nú er hann búin að fara um 50 ferðir. Hann hefur fengið mikla athygli heimamanna vegna verkefnisins. „Ég hef lært það í gegnum lífið að maður þarf stundum að fara rótækarleiðir til þess að fólk hlusti og þetta er nógu galið þannig að fólk fari að veita því athygli og þá skapast umræða og fólk fer að líta betur í kringum sig.” Með verkefninu vill Guðmundur leggja Píeta samtökunum lið þar sem allir geta styrkt samtökin í tengslum við tröppuverkefninu í Garðskagavita.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að Píeta samtökin séu að vinna frábært starf og því vilji hann leggja samtökunum lið með sínu tröppu verkefni. „Þeir bjóða upp á fría þjónustu fyrir sjúklinga og aðstandendur og ég held að það séu ekki allir sem viti það og ég er að reyna að vekja athygli á því að þú getur leitað þér hjálpar án þess að það kosti mánaðarlaunin,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára. „Og ég man aldrei eftir því að nokkur maður hafi talað um það við mig, ekki ráðgjafi, ekki skólinn, engin, Ég er alveg opinn með mín veikindi og það hefur klárlega hjálpað mér,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára.Aðsend Þetta er rosalega fallegt og flott framtak hjá þér. Takk fyrir. Leitið ykkur hjálpar ef ykkur líður illa, það er engin skömm af því,” segir Guðmundur göngugarpur í Garðinum. Garðskagaviti er mjög fallegur viti, sem mikið af ferðamönnum heimsækja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Guðmundar, Leiðin að ljósinu Suðurnesjabær Geðheilbrigði Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Guðmundur er fæddur og uppalinn í Garðinum þriggja barna faðir. Hann gengur oftast upp og niður vitann síðdegis en með því er hann að safna áheitum fyrir Píeta samtökin. Með stigagöngunni vill hann vekja athygli á auknum geðvanda á Íslandi, ekki síst á meðal barna og unglinga. „Málið er að fólk, sem er með mikla vanlíðan það á það til að einangra sig og það var önnur hugmyndin með þessu verkefni, það var það að ég er búin að gefa það út að fara á hverjum degi á þessu tímabili, þá get ég ekki sleppt því sama hvað bjátar á og það er stundum erfitt að hafa sig út úr húsi fyrir marga veit ég,” segir Guðmundur. Tröppurnar eru á annað hundrað og Guðmundur segir ekki erfitt fyrir ungan mann að þramma þær upp og niður og það sé alltaf auðveldara með hverjum degi en nú er hann búin að fara um 50 ferðir. Hann hefur fengið mikla athygli heimamanna vegna verkefnisins. „Ég hef lært það í gegnum lífið að maður þarf stundum að fara rótækarleiðir til þess að fólk hlusti og þetta er nógu galið þannig að fólk fari að veita því athygli og þá skapast umræða og fólk fer að líta betur í kringum sig.” Með verkefninu vill Guðmundur leggja Píeta samtökunum lið þar sem allir geta styrkt samtökin í tengslum við tröppuverkefninu í Garðskagavita.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að Píeta samtökin séu að vinna frábært starf og því vilji hann leggja samtökunum lið með sínu tröppu verkefni. „Þeir bjóða upp á fría þjónustu fyrir sjúklinga og aðstandendur og ég held að það séu ekki allir sem viti það og ég er að reyna að vekja athygli á því að þú getur leitað þér hjálpar án þess að það kosti mánaðarlaunin,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára. „Og ég man aldrei eftir því að nokkur maður hafi talað um það við mig, ekki ráðgjafi, ekki skólinn, engin, Ég er alveg opinn með mín veikindi og það hefur klárlega hjálpað mér,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára.Aðsend Þetta er rosalega fallegt og flott framtak hjá þér. Takk fyrir. Leitið ykkur hjálpar ef ykkur líður illa, það er engin skömm af því,” segir Guðmundur göngugarpur í Garðinum. Garðskagaviti er mjög fallegur viti, sem mikið af ferðamönnum heimsækja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Guðmundar, Leiðin að ljósinu
Suðurnesjabær Geðheilbrigði Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira