Óviðkomandi með öryggiskóða 15. febrúar 2005 00:01 Sumir fyrrverandi öryggisverðir Securitas hafa gilda öryggiskóða að fyrirtækjum og heimilum sem keypt hafa þjónustu af fyrirtækinu. Fyrrverandi öryggisvörður afhenti blaðamanni Fréttablaðsins miða með númeri sem veitti fullan aðgang að því húsi sem blaðið hefur aðsetur í. Kóðanum var hins vegar breytt eftir samtal blaðamanns við forstjóra Securitas í gær. Fréttablaðið hafði samband við nokkra fyrrverandi og núverandi starfsmenn Securitas sem segja of sjaldan skipt um öryggiskóða hjá fyrirtækjum miðað við hversu hröð starfsmannaveltan sé. Einn lýsti tíðum starfsmannaskiptum þannig að hann hefði aðeins þekkt lítinn hluta starfsfólksins þegar hann kom úr sumarfríi. Guðmundur Arason, forstjóri Securitas, segir starfsmannaveltu fyrirtækisins vera minni en í mörgum samsvarandi fyrirtækjum í Evrópu og Ameríku. Þrátt fyrir það séu viðhafðar sömu reglur til að lágmarka áhættu sem felist í því að starfsmenn misnoti aðstöðu sína. Hann segir ekki hægt að upplýsa um allar fyrirbyggjandi aðferðir sem notaðar séu þar sem þær snerti öryggismál viðskiptavina fyrirtækisins. "Með vel skilgreindum vinnuaðferðum okkar og reynslu ábyrgjumst við eitt hundrað prósent þá þjónustu sem við veitum," segir Guðmundur. Viðmælendur blaðsins sögðu suma fyrrum öryggisvarðanna enn eiga einkennisklæðnað sinn. Til að mynda hafi maður sem áður hafði starfað sem öryggisvörður verið fenginn til að hlaupa í skarðið vegna forfalla og hafi hann getað mætt í fullum skrúða til vinnu. Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Sumir fyrrverandi öryggisverðir Securitas hafa gilda öryggiskóða að fyrirtækjum og heimilum sem keypt hafa þjónustu af fyrirtækinu. Fyrrverandi öryggisvörður afhenti blaðamanni Fréttablaðsins miða með númeri sem veitti fullan aðgang að því húsi sem blaðið hefur aðsetur í. Kóðanum var hins vegar breytt eftir samtal blaðamanns við forstjóra Securitas í gær. Fréttablaðið hafði samband við nokkra fyrrverandi og núverandi starfsmenn Securitas sem segja of sjaldan skipt um öryggiskóða hjá fyrirtækjum miðað við hversu hröð starfsmannaveltan sé. Einn lýsti tíðum starfsmannaskiptum þannig að hann hefði aðeins þekkt lítinn hluta starfsfólksins þegar hann kom úr sumarfríi. Guðmundur Arason, forstjóri Securitas, segir starfsmannaveltu fyrirtækisins vera minni en í mörgum samsvarandi fyrirtækjum í Evrópu og Ameríku. Þrátt fyrir það séu viðhafðar sömu reglur til að lágmarka áhættu sem felist í því að starfsmenn misnoti aðstöðu sína. Hann segir ekki hægt að upplýsa um allar fyrirbyggjandi aðferðir sem notaðar séu þar sem þær snerti öryggismál viðskiptavina fyrirtækisins. "Með vel skilgreindum vinnuaðferðum okkar og reynslu ábyrgjumst við eitt hundrað prósent þá þjónustu sem við veitum," segir Guðmundur. Viðmælendur blaðsins sögðu suma fyrrum öryggisvarðanna enn eiga einkennisklæðnað sinn. Til að mynda hafi maður sem áður hafði starfað sem öryggisvörður verið fenginn til að hlaupa í skarðið vegna forfalla og hafi hann getað mætt í fullum skrúða til vinnu.
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira