Viðskipti innlent

Krónan ekki sterkari í fimm ár

Krónan hefur ekki verið sterkari síðan í júní 2000 að sögn greiningardeildar Íslandsbanka. Gengisvísitala krónunnar endaði í 110,12 stigum í gær og fór rétt undir 110 stig innan dagsins.  Samkvæmt bankanum er mikill munur innlendra og erlendra skammtímavaxta og væntingar um að hann muni aukast enn á næstu mánuðum, samhliða frekari vaxtahækkunum Seðlabankans, það sem stuðlað hefur að hækkun gengis krónunnar að undanförnu. Gengi krónunnar er ein skjótfarnasta og virkasta leið peningastefnunnar að verðbólgunni í landinu að sögn greiningardeildar Íslandsbanka. Reikna megi með að gengishækkun krónunnar undanfarið muni skila sér inn í neysluverð á næstu vikum og mánuðum og að samhliða muni draga nokkuð hratt úr verðbólgunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×