Sérdeild fyrir unga fanga 1. febrúar 2005 00:01 Tilgangurinn með þingsályktunartillögu um sérdeild fyrir fanga á aldrinum 18 til 24 ára í fyrirhuguðu fangelsi á Hólmsheiði er að auka möguleika á betrun ungra fanga, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar fyrsta flutningsmanns tillögunnar. "Fangar koma hættulegri út heldur en þeir fóru inn," segir hann. "Það hefur ekki góð áhrif, að mínu mati, að blanda saman ungum og óreyndum saman við hina eldri og forhertari," segir Ágúst Ólafur og vísar í rannsókn Helga Gunnlaugssonar prófessors í félagsfræði. "Þar kemur fram að hlutfall þeirra sem lenda aftur í kasti við lögin eftir að þeir losna úr fangelsi er hærra hér á landi heldur en víðast annars staðar. Þetta hlutfall fer hækkandi eftir því sem aldursflokkurinn er yngri. Þar kemur meðal annars fram sú niðurstaða að 37 prósent þeirra sem luku fangavist voru fangelsaðir á ný, 44 prósent voru dæmdir á ný og um 73 prósent sem luku fangavist þurfti afskipti lögreglunnar á ný innan fimm ára frá því að þeir luku afplánun. Ítrekunartíðnin var enn hærri í yngri aldursflokkum." Ágúst Ólafur sagði aldurinn ekki að vera algildan mælikvarða, það fari eftir einstaklingunum. Hins vegar ætti tillit til ungs aldurs að vera almenna línan. Fyrirhuguð bygging nýs fangelsis gæti veitt einstakt tækifæri til að gera ráð fyrir sérstakri deild fyrir unga fanga. Í umræðum um nýja fangelsið hefði hins vegar komið fram að ekki hefur verið gert ráð fyrir slíkri sérdeild. "Samkvæmt upplýsingum sem fengist hafa frá Fangelsismálastofnun er bygging nýja fangelsisins nú í biðstöðu þar sem ekki er gert ráð fyrir fé til þess í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2005," sagði Ólafur Ágúst. " Það er því enn tækifæri til að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga á aldrinum 18 til 24 ára. Ef ekki er hægt að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga í nýja fangelsinu eða bygging þess frestast verulega teljum við, flutningsmenn tillögunnar, að breytingar á núverandi fangelsum séu nauðsynlegar í því skyni." Fréttir Innlent Samfylkingin Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Tilgangurinn með þingsályktunartillögu um sérdeild fyrir fanga á aldrinum 18 til 24 ára í fyrirhuguðu fangelsi á Hólmsheiði er að auka möguleika á betrun ungra fanga, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar fyrsta flutningsmanns tillögunnar. "Fangar koma hættulegri út heldur en þeir fóru inn," segir hann. "Það hefur ekki góð áhrif, að mínu mati, að blanda saman ungum og óreyndum saman við hina eldri og forhertari," segir Ágúst Ólafur og vísar í rannsókn Helga Gunnlaugssonar prófessors í félagsfræði. "Þar kemur fram að hlutfall þeirra sem lenda aftur í kasti við lögin eftir að þeir losna úr fangelsi er hærra hér á landi heldur en víðast annars staðar. Þetta hlutfall fer hækkandi eftir því sem aldursflokkurinn er yngri. Þar kemur meðal annars fram sú niðurstaða að 37 prósent þeirra sem luku fangavist voru fangelsaðir á ný, 44 prósent voru dæmdir á ný og um 73 prósent sem luku fangavist þurfti afskipti lögreglunnar á ný innan fimm ára frá því að þeir luku afplánun. Ítrekunartíðnin var enn hærri í yngri aldursflokkum." Ágúst Ólafur sagði aldurinn ekki að vera algildan mælikvarða, það fari eftir einstaklingunum. Hins vegar ætti tillit til ungs aldurs að vera almenna línan. Fyrirhuguð bygging nýs fangelsis gæti veitt einstakt tækifæri til að gera ráð fyrir sérstakri deild fyrir unga fanga. Í umræðum um nýja fangelsið hefði hins vegar komið fram að ekki hefur verið gert ráð fyrir slíkri sérdeild. "Samkvæmt upplýsingum sem fengist hafa frá Fangelsismálastofnun er bygging nýja fangelsisins nú í biðstöðu þar sem ekki er gert ráð fyrir fé til þess í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2005," sagði Ólafur Ágúst. " Það er því enn tækifæri til að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga á aldrinum 18 til 24 ára. Ef ekki er hægt að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga í nýja fangelsinu eða bygging þess frestast verulega teljum við, flutningsmenn tillögunnar, að breytingar á núverandi fangelsum séu nauðsynlegar í því skyni."
Fréttir Innlent Samfylkingin Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira