Viðskipti innlent

Icelandair kaupir tíu flugvélar

Icelandair hefur gert samning við Boeing-verksmiðjurnar um kaup á tíu farþegaþotum af gerðinni Boeing 737-800. Félagið tryggði sér jafnframt kauprétt á fimm þotum til viðbótar. Ætlunin er að leigja þessar þotur til Kína og víðar og mun sérstakt dótturfélag sjá um þá framkvæmd. Smíði vélanna hefst strax á þessu ári og verða þær fyrstu afhentar á því næsta. Verðmæti samningsins nemur fjörutíu milljörðum króna. Ef félagið nýtir sér kaupréttinn á fimm þotum til viðbótar hækkar samningurinn upp í sextíu milljarða króna. KB banki kemur að fjármögnun þessara kaupa með Icelandair.
MYND/Boeing
MYND/Boeing





Fleiri fréttir

Sjá meira


×